<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 10, 2006

Helgin mín fín 

Sumar helgar eru bara skemmtilegri en aðrar. Síðastliðin helgi var svoleiðis helgi. Og ég er með svona sumar-djamm-helgar-fiðring í maganum. Vill helst alltaf hafa þetta svona.

Djammið á föstudagskvöldinu var náttlega engu líkt. Beztu Gallupstelpur í heimi í grilli og góðum djammgír. Ég tók ítalska vinkilinn á matinn og hann sló alla vega í gegn í mínum maga. Við erum snillingar í drykkjuleikjum og því að leika okkur yfir höfuð. Við dönsuðum við allt píkupopp veraldarinnar og nýja parketið mitt fékk alveg að finna fyrir djammandi pinnahælum. En ég er bara búin að ákveða að þetta er gólf til að dansa á og hana nú.

Árleg ferð tengdafjölskyldunnar upp í bústað var einnig þessa helgi. Ég þaust upp í bústað eftir djammið þar sem Vera og Viggi og allir hinir 29 biðu mín. Já, allur skarinn telur 32 manns hvorki meira né minna og þið getið ímyndað ykkur fjörið. Það voru settar upp rólur og rennibraut fyrir barnaskarann sem telur 15 barnabörn. Geri aðrir betur.

Svo toppuðu Ítalirnir mínir helgina með því að vinna. Þeir áttu þetta alveg skilið, voru laaaaangsætastir.

Svona eiga helgarnar að vera. Sitt lítið af hvoru, dansdansdans og smá sveitastemming í bland (gisti sko ekki í tjaldi!).
Hver vill vera memm næstu helgi á Heklu?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker