<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 28, 2006

Fússssssssssball 

Fótboltinn tröllríður mínu lífi þessa dagana. Sjálfri finnst mér alveg ágætlega gaman að fylgjast með HM, en gef mér einhvern veginn ekki tíma í það vegna þess hversu mikil súperhúsmóðir og mamma ég er að reyna að vera. Ég veit ekkert hverjir eru bestir en verður maður ekki að halda með sínum mönnum; Ítölum hehe. Eru þeir ekki annars búnir að vera sætir...eh, ég meina góðir á vellinum?? Svo eru það FH leikirnir sem ektamaður minn má alls ekki missa af, í hvaða veðri eða aðstöðu sem er. Allt er sett á hold fyrir Fimleikafélag Hafnarfjarðar. Og allt er þá þrennt er að kallinn er líka að æfa með FH old boys í utandeildinni. Sem sagt fffffóóóótboooolti já takk. Eða nei takk eftir því hvernig á það er litið. Ég var alltaf léleg í fótbolta, enda með alltof langa skanka til að vera kúl á vellinum. Þeir flæktust bara fyrir mér og ég fékk aldrei boltann. Snéri mér því fljótt að öðru.

Gott að eiga sér áhugamál segi ég nú samt. Á einn hátt mætti líkja fótboltanum við trúarbrögð. Ég væri alveg til í að rannsaka þennan svakalega áhuga manna á fótbolta. Á áhorf þá sérstaklega. Til er fólk sem hreinlega dýrkar og dáir fótboltalið og sérstaka fótboltamenn og heldur með því í gegnum súrt og sætt. Til er fólk sem verður að vera með trefil merktum félagi sínu nákvæmlega eins bundinn utan um hálsinn á sér við áhorf á leik liðsins og ef einhver kemur með trefil að horfa á leikinn öðruvísi bundinn verður allt vitlaust því þá tapar liðið. Ofurtrú og hjátrú. "Við vorum að kaupa xxxx í liðið", "Djöfull voruð þið lélegir maður", "Til hamingju með nýja manninn"...Þetta eru sko við og þið, en ekki þeir.
Fótbolti er sem sagt málið í dag.
In deep.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker