<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Talandi Vera 

Vera á sitt mánaðarlegt afmæli í dag. Til að komast hjá ákveðnum umræðum um mánaðaraldur barna ætla ég að sleppa því að segja ykkur hvað hún er gömul. Hún verður alla vega eins árs 25. júlí og reikni nú þeir sem vilja!

Vera er að taka stökk í máltökunni. Hún er farin að setja nokkur orð saman í setningu og alltaf bætast ný og ný orð í safnið. Það var bara í fyrradag sem hún breytti pabbA í pabbi og voffa í voffI. I-ið er sem sagt komið. Og kannski ofnýtt til að byrja með því núna er ég mammÍ og þegar hún vill hoppa þá er það hoppÍ og duddan er orðin duddÍ... hrikalega fyndið. Henni finnst líka voða gaman að segja hver á hvað: Mamma Á (bendir á snyrtibudduna), babba Á (vinnubíllinn), afa Á voffa og þess háttar.

Svo getur maður orðið rætt hlutina við dömuna og hún veit orðið svo margt (=gáfuð þessi elska!). Hún var að telja upp alla fjölskyldumeðlimina sem hún kann nöfnum að nefna í morgun og sagði m.a.: Ats (Axel) Á voffa, og þá spurði ég hana hvað voffinn heitir, og mín svaraði um hæl: Sbelpla (Stelpa) - BINGÓ, já hann Axel á sko hund og hann heitir sko Stelpa. Vera voffasjúka veit allt um það. Svo tjáði hún mér í gærmorgun þegar ég sagði henni að við værum að fara til Möggu og Sússí (dagmömmurnar): Neeeeei mamma, hem! (Nei mamma, ég vil vera heima!). Einhver sagði mér að búa mig undir nokkur ár af ákveðni...ok, þekki það - og ég er tilbúin!

Vera syngur Abbalabbalá með mér af stakri snilld og einnig síðustu orðin í hverri setningu í Allir krakkar. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hún sé með tónlistargáfu mömmunnar eða pabbans...! Svo kann hún líka hreyfingarnar með „Fyrst á réttunni“, Höfuð herðar hné og tær, Ég heyri svo vel og auðvitað Bra Bra dansinn sem er það allra krúttlegasta (hva, horfið þið ekki á Söngvaborg eða hvað?!).

Vera blómstrar og við elskum að fylgjast með þessari sætu mús.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker