<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Nýtt líf 

Ég er í nýju lífi.

Einhver minnti mig á að nú væru síðustu dagar mínir sem ógift kona að renna á skeið. Síðasta helgin næsta helgi. Gúpp. Og eftir það verð ég gjörbreytt manneskja eða hvað? Gift og virðuleg Frú Helgason.

Svo er ég í nýju húsi. Elska það. Og nýi bíllinn kom í hlaðið í dag. Sjóðandi heitur frá Ameríku á genginu 109478. Eða alla vega hækkað það allverulega á meðan þeir úti í NY týndu pappírunum af honum og hann komst því ekki strax heim. En flottur er hann og vonandi klessi ég sjaldnar á á honum en á Landanum. Ég sem hafði bara einu sinni áður nuddað gömlu Toyotunni minni utan í vegrið áður en ég kom á Landann og keyrði hann og fleiri bíla í hakk. Ég meina stór kona þarf ekki endilega svona stóran bíl. En nú er nýtt líf með nýjum kagga. Úha. Ok, hann er station en ég vil meina að það sé ok og ekki svo hallærislegt eftir þrítugt. Ellimerki eru hrukkur en ekki staionbíll takk fyrir!

Svo er það ný vinna. Já, dagar mínir sem Gallupari eru líka að renna sitt skeið. Ég fæ nú bara í magann að hugsa um það. Gallup hefur verið mitt líf undanfarin 5 ár og þegar ég hugsa um nýja vinnu fær ég svona tilfinningu eins og ég sé að flytja að heiman. Stressandi og sorglegt. Ég ákvað að söðla um í takt við nýtt líf. Nei, smá djók, það var bara allt í einu kominn tími á þetta. Verkefnin mín allt í einu orðin gubbuleiðinleg og því ekki annað að gera en að finna eldinn á öðrum stað. Ég mun sakna félagsskaparins í Gallup sem er einstakur, stjörnufélagar, stráka- og stelpuvinir, djamm og alvara. Ég verð alltaf Gallupari í hjarta mínu...snöktisnökt. Og kannski smá Nýherji líka ef allt fer vel.

Og svo er það nýtt barn.....heheheheh neeeeeeeeeeeeiiiii bara grín - got you there!

Nýtt líf hjá minni en ég verð samt alltaf sama gamla góða Erla góða Erla...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker