<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 20, 2006

Köben 

Köbenferðin var allt sem ég hafði ímyndað mér. Og smá extra meira en það.
Ölið var betra og ódýrara líka. Og fleira kom á óvart.
H&M og kó stóðu fyrir sínu og ég dressaði dömuna mína upp í næstu stærð. Við kynntumst Köben á annan hátt en venja er með því að taka þátt í frábærum ratleik um miðborgina, og auðvitað vann mitt lið. Vorfílingurinn var í lofti og þeim mun skemmtilegra að rölta um. Og hvað þá versla opna skó og mínípils.
Árshátíðin var hin skemmtilegasta og tjúttað framundir morgun með dönsku öli. Mín var alveg stressuð fyrir frumsýningu tveggja myndbanda/skemmtiatriða sem ég stóð fyrir, svitnaði vel í lófunum þar. En maður slær bara í gegn á hvaða vettvangi sem er.
Akkúrat.
Næst: Fjölskylduferð til Kanarí.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker