<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 26, 2006

Dekur 

Ég fékk verðlaun á laugardaginn. Verðlaun fyrir að vera svo frábær, en samt aðallega fyrir að vera búin að flytja og græja allt og gera í sambandi við það. Frá sjálfri mér aðallega en auðvitað líka smá frá Vigga.

Við gerðum okkur dekurdag sem við höfum ekki gert in years og fórum í nudd og spa í Laugum. Ahhhhh.

Spaið var fínt þótt ég fíli ekki gufuböð. Skemmtilega afslappandi og ég virkilega hraut liggjandi í lazyboy í bikiní og baðslopp við arineld og það með fullt af öðru fólki líka í baðfötum og baðslopp. Fyndin sjón en afslappandi. Sérstaklega eftir nuddið sem ég fékk. Reyndar var þetta meira dekurlegt klapp en það sem ég kalla nudd, en slakandi var það.

Ég þekki nebblega betri nuddara en kallinn sem strauk mér í Laugum. Viggann minn.
Já, smiðurinn minn er líka nuddari.
Þegar við kynntumst fyrir mööörgum árum (vil ekki segja ártalið hér því þá deyja sumir sem ég þekki úr hlátri fyrir það hvað ég er eins og gömlu kerlingarnar sem nota ´54 og ´63 til að rifja upp gamla atburði heheheheheheeheeeeeeeeeeeeeeee - ok, ok, það var ´93!) þá var Viggi einmitt nýbúinn með nuddskólann. Hann vann reyndar sem smiður þá en stuttu síðar byrjaði hann að vinna við nuddið. Svo smiðstöffarinn minn með síða hárið og eyrnarlokkana sem vann ber að ofan á sumrin við að smíða hús (úha) söðlaði um og setti hárið í tagl, fór í hvítan nuddgalla og hlustaði á hvalahljóð á meðan hann nuddaði við ilmolíur og reykelsi.

Á þeim tíma fékk ég bæði nudd heima eftir erfiðan skóladag og svo laumaði ég mér ósjaldan í lausa tíma hjá honum í eyðum sem voru í MH stundartöflunni minni. Hann var nebblega bara hinu megin við götuna að nudda og var það ansi jákvætt þegar maður var orðinn stífur í öxlunum eftir glósuskrif...aaaahhhh. Og þá var sko tekið á manni almennilega. Á allan hátt.
Ó, je ;)

(þetta blogg hefur tvennan tilgang: 1) Að segja hvað Viggi er frábær nuddari 2)Að reyna að vinna mér inn nokkur nuddstig hjá kappanum, - já takk elskan!)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker