föstudagur, febrúar 03, 2006
Uppgangur
Ég held barasta að líf mitt þessa dagana sé að ganga upp.
Flísarinn mætti í morgun og ætlar að tækla baðherbergið mitt um helgina, ég er komin með Lost þættina á Ipodinn og Despó byrjaði í gærkvöldi. Vera er orðin frísk eftir veikindin, brúðkaupspartýgestalistinn að smella saman, helgi á morgun með þorrablóti í góðra vina hópi og Vera búin að bæta við tveimur nýjum orðum: Skór (dóóóó) og krakkar (daahdddaa).
Reyndar fékk Landinn ekki skoðun vegna þess að hann er bilaður, en hei, það er hætt að koma á óvart. Við erum hins vegar búin að ákveða að selja hann loksins. Jibbí.
Góða helgi.
Flísarinn mætti í morgun og ætlar að tækla baðherbergið mitt um helgina, ég er komin með Lost þættina á Ipodinn og Despó byrjaði í gærkvöldi. Vera er orðin frísk eftir veikindin, brúðkaupspartýgestalistinn að smella saman, helgi á morgun með þorrablóti í góðra vina hópi og Vera búin að bæta við tveimur nýjum orðum: Skór (dóóóó) og krakkar (daahdddaa).
Reyndar fékk Landinn ekki skoðun vegna þess að hann er bilaður, en hei, það er hætt að koma á óvart. Við erum hins vegar búin að ákveða að selja hann loksins. Jibbí.
Góða helgi.
Comments:
Skrifa ummæli