<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Hver hefði trúað því að þurrkari létti líf mitt svona svakalega? Ekki ég. En ég er að finna það. Alveg mögnuð uppfinning (glæný ekki satt?)

Og hver hefði trúað því hvað 70 sjónvarpsstöðvar geta gert mann að heiladauðum hálfvita. Jeminn. Ég sit bara eins og klessa í nýja sófanum mínum með fjarstýringuna á fullu á milli þess sem ég set í þvottavél og þurrkarann. Og finnst flest samt leiðinlegt.

En hei - ég er ekki alveg að morkna hérna samt. Var að koma af kóræfingu og Mozart guttinn er alveg að rokka. Ég held að verkið heiti "Missa Solemnis" in C major. Og þetta er allt að koma. Liggur svakalega hátt svo það ískrar í manni. Og fyrstu æfingarnar kann maður ekkert og verður bara raddlaus og vitlaus. Svo æfist þetta hægt og rólega og það er æðisleg tilfinning þegar manni finnst maður loks kunna þetta. Svona fullkomnunartilfinning sem er svakalega holl.

Jæja, nú fraus digital Ísland rétt í þessu svo best að fara að tala loks eitthvað við Vigga.
Pæliði í þessu.
E

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker