<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

BMI 22,5, púls 67... 

Ég borðaði örugglega samtals um 15 bollur í tilefni bolludagsins. Um helgina og svo í gær. Og ok, viðurkenni það, eina líka í dag. Með miklum rjóma og helst með royalbúðing líka. Skemmtilegir svona nammidagar. Fékk mig hins vegar ekki til að smakka á saltkjötinu og baununum í dag. Á morgun ætla ég svo að vera Silvía Nótt. Hvað annað.

Annars get ég fullyrt það að ég er 100% pía.
Hjúkkan í dag sagði mér það og þá er það satt.
Ég fór sem sagt í allsherjar heilsufarsmælingu í dag sem boðið var upp á inni í vinnu. Ég var akkúrat frábær í öllu sem mælt var, s.s. blóðfitu, blóðsykri, bmi, vöðva- og fitumassa, blóðþrýstingi, púls, járni, súrefnisupptöku og ég veit ekki hvað og hvað. Meira að segja mittismálið á mér er 100% þrátt fyrir bolluátið. Hún sagði mér að ég væri í fínu formi og myndi lifa vel og lengi.

Ah, góðir svona dagar þegar maður er svona fullkominn.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker