<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Vera 1 1/2 árs! 

Nú er Vera orðin akkúrat eins og hálfs árs! Það er bara stórafmæli hjá minni!
Á síðastliðnum mánuði hefur hún lært ýmislegt nýtt og uppgötvar heiminn betur og betur á hverjum degi. Það er svo gaman að fylgjast með því. Hún hefur bætt við sig nokkrum orðum síðan síðast eins og t.d. Kjartan (dahhdan), hættu (ættú) já (jaaú - notar það samt ekki mikið, kinkar frekar kolli), kerti (deedda - veit ekki líkt en samt alveg með á hreinu hvar kertin eru og að það þurfi að kveikja á þeim á hverjum degi!), kisa (tssss) og hoppa (húbba). Og svo skilur daman orðið allt. Maður heldur oft að hún sé ekkert að fylgjast með umræðum okkar foreldranna en svo kemur annað á daginn. Mín er alltaf með eyrun opin (móðurgenin?). Eins sér hún fljúgandi fugla út um allt og bendir á þá svakalega spennt og segir baa baa (bra bra - sló smá saman þar!). Þegar mamman segir henni að þetta sé ekki bra bra heldur fugl eða bíbí þá kemur: Babí! Eins bendir hún á tunglið þegar það sést og flugvélar sem fljúga framhjá. Strætó er einnig mjög spennandi og allir stórir bílar sem hún sér á morgnanna á leiðinni til dagmammanna. Hún segir hæ við allt og alla sem hún hittir, og kann orðið að tala smá í símann, elskar reyndar að tala í símann. Við hringjum oft í pabba og þá segir hún hææææææææ, og hlustar svo átekta þangað til hún vinkar símanum svo bless. Jamm, hefur s.s. mikið að segja daman sú hehe. Hún bablar ekki mikið svona barnatalmál, er meira í því að nota ákveðin hljóð sem eiga að þýða eitthvað ákveðið.

Vera er alltaf hlæjandi og í stuðinu. Það skemmtilegasta sem hún gerir er að dansa og láta mömmuna henda sér í hjónarúmið fullt af sængum. Svo þarf mamman að hoppa í rúmið á eftir henni, annað kemur ekki til greina. Vera hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að vera og er allan daginn að skipa manni fyrir að gera hitt og þetta með bendingum og umli. Hún skipar mér t.d. á hverjum morgni að setja á mig húfu og hefur miklar áhyggjur ef það er rok úti að mamman sé ekki með húfu á hausnum.

Vera er svakalega dugleg að leika sér sjálf og er alltaf á fullu. Stundum held ég að hún kunni ekki að ganga lengur, bara hlaupa eða svona skokka áfram. Vera er farin að geta horft á fleira barnaefni en BARA Stubbana, Lína Langsokkur er t.d. mjög skemmtileg núna og svo auðvitað Söngvaborg, sem hún reyndar sér bara hjá ömmu Gunnu. Vera elskar að dansa og oft þegar það kemur eitthvað lag í sjónvarpinu, hvort sem er í auglýsingu eða annað þá dregur hún mann út á gólf og vill tjútta. Alveg krúttí. Svo dansar hún eins og tröllskessa, vaggar sér fram og aftur og setur sitt hvorn fótinn upp í einu, stundum svo hátt að hún er næstum því dottin á hliðina. Já, tilþrifin geta verið mikil þegar það er stuð. Hún lærði til dæmis dansinn eða hreyfingarnar við Adam átti syni sjö um jólin og er ennþá að dansa það við ýmis tækifæri. Í dag kom hún svo með nýtt múv, að snúa höndunum í hringi svona eins og gamall diskódansari. Alveg æðislegt að fylgjast með þessu. Við erum einmitt búin að skrá okkur á dansnámskeið í Leikhöllinni og hefjast tímarnir innan skamms. Það verður skemmtilegt. Eins er Vera farin að syngja aðeins með þegar ég syng fyrir hana ákveðin lög - eins og Abbalabbalá (hva, kunna það ekki allir?!) Þá setur hún upp söngröddina og raular með, og það er alveg hrikalega sætt.

Veru finnst svaka gaman að skrifa og teikna og nær oft í blað og penna og krotar. Stundum fer það útaf og á gólfið eða borðið en það er alveg jafn gaman. Hún er ennþá mathákur og finnst flestur matur góður. Vill æ meira borða sjálf og notar ýmist hægri eða vinstri höndina til þess. Hún er reyndar líka mikið í því að henda matnum á gólfið og sulla úr könnunni sinni og dreifa út um allt með hendinni en það er annað mál! Hún kann orðið að snýta þvílíkt flott og með árangursríkum hætti. Hún er alltaf að puðra bert hold þegar hún kemst í það og kitla mann og knúsa. Hún er nýbúin að uppgötva brjóstin á mömmunni og bendir spennt á þau í hvert sinn sem þau opinberast henni. Þá hleypur hún til að nær í brjóstahaldarann! Naflinn er líka þvílíkt spennó, auðvitað til að pota í.

Já, Vera eins og hálfs árs finnst mér þvílíkt skemmtileg stelpa. Og þetta verður bara æ áhugaverðara...

Hér fyrir neðan ætlaði ég að leyfa ykkur að sjá fleiri myndir af dömunni en myndaforritið hér er eitthvað lasið svo vonandi bara á morgun.

Við förum í 18 mánaða skoðun í fyrramálið og það verður spennandi að sjá hvað stóra stelpan mín er orðin þung og löng.


Vera og barnið - með húfu að sjálfsögðu! Posted by Picasa


Barnid knusad Posted by Picasa


Fína föndótta Veran Posted by Picasa

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker