<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 29, 2005

JÁ, flugeldasýningin... 

JÁ, af og til fær maður flugeldasýningu. Þær eru jú aðallega í kringum áramótin og þrettándann eins og nú, og svo stundum líka svona inn á milli þegar einhver nennir að hafa sig til og setja stjörnur í augun á manni.

Það var til dæmis ein flugeldasýning í kvöld. Við Vera tókum upphitun fyrir gamlárs og horfðum á flugeldasýningu hér í Firðinum í kvöld. Vera var ekki beint hrædd en kúrði sér mikið í hálsakotin á foreldrunum og vildi lítið horfa á ljósin. Eftir að sýningunni lauk gat hún ekki leynt því hvað hún var fegin og sagði í sífellu svaka glöð "ahhbú, ahhbú"! Ef Vera nær ekki að halda sér vakandi yfir ljósasjóinu á gamlárs þá alla vega fær hún smá sýningu á brennunni sem við ætlum saman á.

Þessi flugeldasýning í kvöld var fín. Góð upphitun fyrir það sem koma skal.
Tveggja manna flugeldasýningin sem mamman fékk á aðfangadagskvöld/nótt var hins vegar mun betri og alveg ekta líka. Ég fékk stjörnur í bæði augun og meira að segja hálft tár líka. Ég játti sem sagt spurningunni um lífið og framtíðina og ákvað að ég vildi eiga Viggann sem eiginmann. Ég var nú reyndar löngu búin að ákveða það innra með mér og finnst Vera staðfesta margt meira en JÁ-ið sem kom þetta kvöld. Ég setti reyndar eitt sanngjarnt skilyrði með svarinu sem skyldar pabbann að eyða meiri tíma með stelpunum sínum. Ég meina, engin upphitunarsýning er án smá hnökra! En hann JÁtti því að sjálfsögðu svo þetta fór nú allt vel. Svo við fengum tvö JÁ þarna á einu bretti.

En nú er sem sagt komið að því að JÁta þetta fyrir guði og mönnum og ég ætti að vera tilbúin í það eftir öll árin. Upphituninni er sem sagt lokið og Vera fær ásamt fleirum fína frumsýningu einhvern tímann á næstunni. Ég veit að henni mun líka það betur en sýningin í kvöld.

Frúarkveðja frá Frú Helgason to be!


Helgason-stelpurnar Posted by Picasa


Jæja JÁ, JÁ, JÁ... Posted by Picasa

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker