<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 31, 2005

Ársuppgjörið 

Nú árið er liðið í aldanna skaut og kominn tími á ársuppgjör Erlu-perlu.

Það sem einna helst stendur upp úr er að ég missti báðar ömmurnar mínar með mánaðarmillibili í vor og að mamma flutti loks aftur heim til Íslands. Svo það var bæði sorg og gleði eins og gengur og gerist.
Mér finnst ágætt að lista þetta bara upp eftir mánuðum, líka fyrir sjálfa mig. Fara yfir minningarnar og gera þetta þannig upp í hjartanu.
En hér er það helsta:

Janúar: Hmmm... hvað gerðist nú merkilegt þá? Jú, Dódó og Skarpi kíktu á landið og árshátíð matarklúbbsins Smjatt var haldin á Hverfó með tilheyrandi góðum mat og drykk og stuði. Ég var jú enn í fæðingarorlofi sem var svo næææææs.
Vera lærði að sitja og fékk að borða í fyrsta sinn (5 1/2 mán.) og var svo sannarlega að fíla það!

Vera ánægð með matinn!


Hluti af gellunum í Matarklúbbnum Smjatt


Vera og Skarpó á góðri stundu þarna, sköllótt og tannlaus en alveg hrikaleg krútt! Þau eru 6 mánaða þarna.










Febrúar: Árshátíð IMG haldin sem m.a. MOI skipulagði. James Bond var þema kvöldsins og ég er ennþá fúl yfir því að hafa ekki fengið Bond-gelluverðlaunin - enda var ég með miklu stærri brjóst þá en nú. En ég tók eitt lag með Jónsa uppi á sviði svo þetta bjargaðist alveg.
Í febrúar fórum við fjölskyldan líka út til Stokkhólms þar sem ég var í húsmæðraorlofi með Dódó frænku og Skarpó frænda. Þar lærði ég m.a. að hekla og perla og elda almennilegan mat svona eins og alvöru húsmæðrum sæmir. Þessi ferð lifir að eilífu í minningunni því það jafnast ekkert á við það að fá að eyða tíma allan sólarhringinn í 2 vikur með uppáhaldsfrænkunni og litla frændanum. Alveg yndislegt.
Svo man ég eftir skemmtilegu bollukaffi hjá ömmu Sillu, en hún bauð okkur alltaf í eitt slíkt.


Af hverju var ég ekki kosin Bondgella kvöldsins? Posted by Picasa


Ég og Jónsi að meika það Posted by Picasa


Bollukaffi hj� ömmu Sillu Posted by Picasa


Vera og Skarpi á góðri stundu í Stokkhólmi Posted by Picasa

Mars: Í mars varð amma Silla 82 ára og hún fór í fyrsta sinn á kaffihús. Við Vera og mamma, sem var hér heima yfir páskana, tókum hana með okkur á Te og Kaffi í tilefni dagsins og hafði hún mjög gaman af. Þarna hanga margar mömmur með ungbörnin sín þar sem þetta er reyklaust kaffihús og ég man að amma Silla gerði ekki annað en að grobba sig af Veru; Hún er alltaf brosandi, já, hún sefur alla nóttina, hún er svooo dugleg í sundi þú ættir bara að sjá... Ekta hún. Hennar fólk var alltaf allt best og flottast (sem er auðvitað hárrétt þótt maður sé kannski ekki að keppast um það á kaffihúsum bæjarins við ókunnugt fólk hehe!). Mars fór held ég samt bara aðallega í að undirbúa mig andlega fyrir það að byrja að vinna - sem þá var þvílíkt scary tilhugsun.

Apríl: Fyrsta apríl byrjaði ég að vinna. Það má lesa um fyrstu vikuna mína í vinnunni hér fyrir áhugasama (4.- 8. apríl). En ég var s.s. ekki að drepast úr áhugasemi þar fyrst um sinn...
Apríl var erfiður mánuður. Þá veiktist amma Vala og stuttu eftir amma Silla. Amma Silla lést þann 24. apríl úr svokallaðri Hermannaveiki, eftir að hafa verið í öndunarvél í dágóðan tíma. Ég græt enn þegar ég hugsa um það. Þið getið lesið minningargreinina frá mér til hennar hér (Til hinstu hvílu frá 29. apríl)


Amma Silla Posted by Picasa

Maí: Í maí dó amma Vala. Hún hafði lengi verið veik en dó svo úr krabbameini sem hafði verið nýuppgötvað. Þetta var erfiður tími en í maí hitti ég líka Halldóru og Skarpa mikið þar sem þau komu til að kveðja ömmu og það var mjög gaman.
Í maí gekk ég bæði á Keili og Móskarðshnjúka í æðislegu veðri, það er svo gott að finna sigurtilfinninguna af og til.
Vinkonurnar í vinnunni buðu mér óvænt í grill á afmælisdaginn minn þar sem Viggi hafði alveg óvart klúðrað því.


Amma Vala með Veru daginn áður en hún dó Posted by Picasa


Afmælisdeginum bjargað Posted by Picasa

Júní: Vera fékk rör í eyrun og ég dó næstum því þegar músin var svæfð, arg, hrikalegt að sjá það. Ég man eftir besta degi ársins hvað veður varðar, 17. júní og að við fórum í skemmtilegt brúðkaup uppi í sveit.
Úlfhildur Arna litla frænka fæddist.


Á 17. júní Posted by Picasa

Júlí: Ég man líka eftir hræðilegasta veðri ársins fyrstu helgina í júlí- en það var í útilegunni hræðilegu á Arnarstapa. Hef aldrei lent í eins miklu roki og rigningu á Íslandi og það í tjaldi með 10 mánaða barn og bilaðan bíl... svakaleg upplifun verð ég að segja!
Fyrsta sólarfrí fjölskyldunnar var farið til Krítar. Þetta var yndisleg 2 vikna ferð sem ég hefði alveg vijað hafa 4 vikna ferð...
Amma Gunna flutti til elsku Íslands og Vera varð eins árs pæja :)
Festum kaup á Álfahöllinni.


Mamman á fjórhjóli í rigningarútilegu aldarinnar - blautt en gaman Posted by Picasa


Vera eins árs að borða sand á Krít Posted by Picasa


Á Krít (og þið sem hélduð að þið fenguð strandar-brjóstamynd af mömmunni hehe...!) Posted by Picasa


Amma Gunna nýflutt heima með Veruna sína í júlí Posted by Picasa

Ágúst: Ágúst með strákúst. Hvað gerðist nú aftur þá? Jú, Freyja fæddist, Viggi fékk nýrnakast og ég gekk Leggjabrjót í æðislegu veðri. Við héldum upp á eins árs afmæli Verunnar og Kolla vinkona bæði gæsaðist og giftist og við Viggi brilleruðum sem veislustjórar. Að gefnu tilefni má nefna að við tökum einnig að okkur barnsfæðingar, skírnir, afmæli og hvers kyns partý :)


Freyja nýfædd Posted by Picasa


Kolla gæs og vinkonurnar (Sex&City þema útskýrir sko pæjuskapinn að einhverju leyti!) Posted by Picasa


Brúðhjónin mín elskulegu Aron og Kolla Posted by Picasa

September: Vera byrjaði að ganga sjálf, og ég gekk líka alveg sjálf á Esjuna. Nauðsynlegt að dokumentera þessar göngur fyrst þær eru svona fáar orðnar... Nú, ég fór í pæjuferð ársins til Amster með vinnuvinkonunum og það var bara rugl það var svo gaman! Meira svona takk.
Jón Frímann litli frændi fæddist.


Vera í Nauthólsvíkinni, nýbyrjuð að labba  Posted by Picasa


Amsterdömurnar Posted by Picasa

Október: Ég man að við Vera tókum þátt í Kvennafrídagsgöngunni og síðan ekki söguna meir...
Álfhildur frænka fæddist og Sóley Margrét vinkona líka :)


Úr göngunni Posted by Picasa

Nóvember: Æðisleg fer til Akureyrar stendur upp úr, en þar heimsóttum við vini og fórum á snjóbretti og snjóþotu.


Við Vera að renna á snjóþotu á Akureyri Posted by Picasa

Desember: Álfahöllin orðin fokheld, 3 kórtónleikar, jólaball og jólaglögg, yndisleg jól og mamman fékk bónorð!


Jólastelpan mín Posted by Picasa


Vera og mamman á aðfangadag Posted by Picasa

Og hana nú. Þetta var það sem stóð upp úr á árinu mínu 2005. Og ég finn það á mér að 2006 verður æðislegt!

Ég vil annars bara óska öllum gleðilegs árs og þakka lesturinn á síðunni (og um leið að þola í mér allt krappið) á liðnu ári.

fimmtudagur, desember 29, 2005

JÁ, flugeldasýningin... 

JÁ, af og til fær maður flugeldasýningu. Þær eru jú aðallega í kringum áramótin og þrettándann eins og nú, og svo stundum líka svona inn á milli þegar einhver nennir að hafa sig til og setja stjörnur í augun á manni.

Það var til dæmis ein flugeldasýning í kvöld. Við Vera tókum upphitun fyrir gamlárs og horfðum á flugeldasýningu hér í Firðinum í kvöld. Vera var ekki beint hrædd en kúrði sér mikið í hálsakotin á foreldrunum og vildi lítið horfa á ljósin. Eftir að sýningunni lauk gat hún ekki leynt því hvað hún var fegin og sagði í sífellu svaka glöð "ahhbú, ahhbú"! Ef Vera nær ekki að halda sér vakandi yfir ljósasjóinu á gamlárs þá alla vega fær hún smá sýningu á brennunni sem við ætlum saman á.

Þessi flugeldasýning í kvöld var fín. Góð upphitun fyrir það sem koma skal.
Tveggja manna flugeldasýningin sem mamman fékk á aðfangadagskvöld/nótt var hins vegar mun betri og alveg ekta líka. Ég fékk stjörnur í bæði augun og meira að segja hálft tár líka. Ég játti sem sagt spurningunni um lífið og framtíðina og ákvað að ég vildi eiga Viggann sem eiginmann. Ég var nú reyndar löngu búin að ákveða það innra með mér og finnst Vera staðfesta margt meira en JÁ-ið sem kom þetta kvöld. Ég setti reyndar eitt sanngjarnt skilyrði með svarinu sem skyldar pabbann að eyða meiri tíma með stelpunum sínum. Ég meina, engin upphitunarsýning er án smá hnökra! En hann JÁtti því að sjálfsögðu svo þetta fór nú allt vel. Svo við fengum tvö JÁ þarna á einu bretti.

En nú er sem sagt komið að því að JÁta þetta fyrir guði og mönnum og ég ætti að vera tilbúin í það eftir öll árin. Upphituninni er sem sagt lokið og Vera fær ásamt fleirum fína frumsýningu einhvern tímann á næstunni. Ég veit að henni mun líka það betur en sýningin í kvöld.

Frúarkveðja frá Frú Helgason to be!


Helgason-stelpurnar Posted by Picasa


Jæja JÁ, JÁ, JÁ... Posted by Picasa

miðvikudagur, desember 28, 2005

Jólaballið 

Vera fór á jólaball í annað sinn í gær. Hún fór líka í fyrra en var þá bara 5 mánaða pæja sem svaf út ballið. Vera hafði svakalega gaman af ballinu í gær. Dansaði í kringum jólatréð með okkur foreldrunum og benti í sífellu spennt á jólasveinana. Hún var pínu smeyk við þá í fyrstu en settist að lokum í fangið á honum fyrir nammipokann og myndauppstillingu móðurinnar.


Vera þiggur nammi af sveinka. Hámaði svo í sig M&M og pez í fyrsta sinn á ævinni og var frekar ánægð með það! Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker