<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 05, 2005

Þunnur dagur 

Já, dagurinn í dag fór mest í skelfilega þynnku framan af. Maður er greinilega orðinn gamall. Kann hvorki að telja hvítvínsglös né á klukku lengur. Og líkaminn ekki alveg að höndla djammið eins og áður. En ég gef honum samt engan sjéns.

Ég var búin að gera þynnkuráðstafanir og Vera fór í pössun á meðan pabbinn fór að vinna snemma morguns eins og vanalega. Eyddi morgninum og mestum parti dagsins í þynnkast með óráði uppi í rúmi. Tók mig svo á og fór í bæjarferð með Veru og ömmunni að fá mér ferskt loft og kíkja í Koló. Eftir það og nokkrar kókómjólk og súkkulaðibombur úr bakaríinu (sykur - já takk) komst ballans á lífið og mamman farin að spá í hvað næsta helgi bjóði nú upp á...

Djammaði sem sagt í snípstuttu pilsi í gærkvöldi. Lenti ekki í neinu svæsnu sem hægt er að segja frá. Nema að [Varúð - umfjöllunin gæti vakið andúð einhverra lesenda - fjallar um gamlan kærasta!] ég hitti "kærastann" minn frá því í 11 ára bekk. Hann er víst orðinn annar af tveimur eigendum að Vegamótum þar sem djammið var framkvæmt, svo ég endurnýjaði vinskapinn með því að skála ókeypis í bjór og fá loforð um að fá alltaf að fara fremst í röðina. Já, það borgar sig að þekkja rétta liðið. Gömlu kærastarnir mínir eru þá ekki bara lúðar.

Hér má sjá á mér djúsí rassinn á djamminu í gær. Girnilegur as ever! Hann er alla vega langt frá því að vera þunnur.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker