<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 28, 2005

Human behaviour 

Jeminn. Þeir sem horfðu á Das Experiment í gærkvöldi á RÚV vita hvað ég er að tala um. Þeir sem vita hins vegar ekki hvað ég er að tala um gjöri svo vel og horfi á ræmuna. Hún er alveg mögnuð.

Myndin er s.s. byggð á raunverulegum atburðum sem gerðust er tilraun var gerð með mannfólkið á valdi. Vald, þetta er svakalegt hugtak og hættulegt hvernig sem farið er með það. Myndin sýndi hvað getur gerst þegar maðurinn fær algjört vald yfir öðrum mönnum, hvernig hann klikkast og byrjar að misnota það - nákvæmlega bara af því hann hefur það. Ætla nú ekki að kjafta neinu, en þetta hafði nokkuð djúpstæð áhrif á mannfræðinginn mig. Muuuun meira en Survivor verð ég að segja!

Annars er dagurinn í dag búinn að vera hinn skemmtilegasti. Meini mutter á afmæli og til hamingju með það. Hún er 51 árs í dag og ég hef litlu um hana móður mína að bæta en þetta hér (Ræðumaðurinn ég, frá 3. janúar) sem ég skrifaði um hana og talaði til hennar fyrir nákvæmlega ári síðan á fimmtugsafmælinu hennar. Jú, kannski ég bæti hér með við að ég vil þakka henni fyrir að flytja loks HEIM til sín HEIM til Íslands þar sem hún á HEIMA :) Og segja henni hvað hún er svakalega skemmtileg og góð pössuamma! Hún bauð okkur út að borða í kvöld í tilefni afmælisins, með bróður mínum og spúsu hans (já, já - þið eruð langtum nær okkur í giftingu...!) og það var yndislegt afmæliskvöld.

Hluti af vinnudeginum fór í upptökur á mannlegu eðli og hegðan starfsfólks í nýju húsakynnunum. Já, það er smá grín í gangi fyrir jólaglögg fyrirtækisins sem nálgast. Og mér finnst bara gaman að standa í þessu, að segja fólki að fíbblast og taka það upp á vídeó. Og svo klippa og laga og breyta og bæta með klippiforriti sem ég er orðin svo klár á!

Margt í gangi, allt að gerast, miiiikið á döfinni.
God - hvenær á ég að pakka??
Það verður áhugaverð tilraun á mannlegri þrekraun...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker