<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 25, 2005

Ættleiðingarpælingar 

Ættleiðingar voru m.a. umræðuefni matartímans í vinnunni í dag.
Ég hef eitthvað velt ættleiðingum fyrir mér. Ég veit að margir telja þær bara fyrir fólk sem getur ekki eignast börn á með aðstoð náttúrunnar. Ég hef hins vegar ekki séð það þannig og hef alltaf sagt sjálfri mér að ég muni ættleiða barn einn daginn. Frá því ég var lítil. Ábyggilega sá hluti sem langar að bjarga heiminum sem er þar að tjá sig. Guess so. Og eftir að hafa séð litlu krúttlegu munaðarlausu börnin á Indlandi varð tilfinningin mun sterkari en áður. Langaði að taka þau öll með mér heim. Bóndi minn hefur þó aldrei almennilega skilið þessa pælingu hjá mér og lái ég honum ekki. Hann um það. En varla fer ég þó að ættleiða ein án pabbans. Eða hvað?

Svo get ég jú eignast börn on my own svo að segja. Heppin með það. Veran er komin og hún er auðvitað einstaklega vel heppnað eintak. Ætli maður setji því ekki í annað slíkt einn daginn. Skilmálarnir fyrir að ættleiða barn frá Indlandi eru að maður eigi ekki fleiri ein eitt barn fyrir og helst þarf að leggja fram staðfestingu frá lækni um ófrjósemi. Það er þó ekki 100% skilyrði. Svo ef maður eignast annað barn sjálfur þá er þessi pæling úti. S.s. annað hvort að gera það nú í næsta barn eða alls ekki. Soldið óþægileg pæling.

Verð reyndar að viðurkenna að þessi tilfinning að langa að ættleiða dofnaði með tilkomu Veru. Maður hefur nú þegar fengið tilfinninguna á að eignast sitt eigið og hvernig mömmuástin þróast í framhaldi af því. Ég var skotin í hausin af hormónaþrumu þegar Vera fæddist og elskaði hana skilyrðislaust frá fyrstu sekúndu. Ég er smeyk við það að það sé engin náttúra til að segja mér að elska ættleidda barnið. Ekki að ég efist beint um að elska það, frekar að ég sé hrædd við samanburðinn.

Wow og vá, er alveg að opinbera mig hérna. Og ekki í fyrsta sinn. Og varla það síðasta.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegu Veruna í ýmsum aðstæðum. Það er svo bara spurning með næsta systkini... En úff, leyfum því að eiga sinn tíma.



Vera elskar að róla! Posted by Picasa

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker