<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 31, 2005

Rómantískt kvöld á Hverfó 

Við parIÐ höfum aldrei verið sérlega rómantísk. Veit ekki af hverju. Þegar maður er 16 og 20 ára að hefja samband þá einhvern veginn er það ekki rómantíkin sem maður er fyrst og fremst að hugsa um (heldur doldið annað sko) og svo einhvern veginn náði hún aldrei sérlega að festa sig í okkar sambandi. Við erum s.s. ekki þetta mússíknússímú par sem er voða sætt og krúttlegt með kertaljós fiktandi í hárinu á hvort öðru yfir arineldinum. Neibb, það eru ekki við. Við eigum jú okkar E+V móment sem eru æðisleg, en einhvern vegin ekki svo rómó - alla vega ekki miðað við það sem staðalímynd rómantísks pars í bíó segir mér. Viggi er djókari dauðans og ég soldið svona straight to the point hörkugella - þótt þeir sem þekki mig viti að ég sé svaka viðkvæm og væmin inn við beinið. En varla er það rómantík.

Ég eins og flestar konur elska samt að fá blóm, finnst kertaljós og ákveðin tónlist setja punktinn yfir i-ið og óvæntar uppákomur geta komið mér til að gráta. Svo kannski er ég rómantísk þegar ég fer að spá í það. Langar alla vega stundum að vera það.

Áður fyrr snérist lífið bara um okkur og okkur ein. Þá var jú kveikt á kertum og talað fram á nótt um heima og geima, kúrt og kelað. Farið út að borða og haldist í hendur í leikhúsinu. Það hefur hins vegar eitthvað farið lítið fyrir þessum kósíheitum eftir að Veran mætti á svæðið. Það sem við gerum er gert af nauðsyn og Vera alltaf í fyrsta sæti.

Í gær tók pabbinn þó af skarið og splæsti í humar. Það stefndi allt í kósíkvöld, jibbí! Smá tilbreyting. Vera var í stuði en orðin svöng þegar bæjarferðinni lauk og öskraði á mat (nammnamm, nammnamm). Ég mataði hana, en hún vildi ekki matinn. Ætli hún hafi ekki bara viljað humar eins og við, en það var ekki í boði. Á meðan tók pabbinn eldamennskuna að sér sem tókst með eindæmum vel. Vera hékk í fætinum á honum á meðan ég gekk frá dóti um allt hús. Hún var hætt að vera í stuði.

Í stuttu máli endaði „kósíkvöldið“ okkar s.s. þannig að við gúffuðum í okkur humarinn í hábjörtu eldhúsinu (kerti eru líka bara hættuleg með lítil börn around!), með kveikt á sjónvarpinu og vælandi þreytta Veru í fanginu sem vildi láta lesa bók fyrir sig. Ég s.s. hélt á henni og las bókina með annarri og reyndi að slurpa humrinum úr skelinni með hinni. Hvítvínið var svo sötrað í einum teig eftir á þar sem ég var ekki með fleiri hendur í verkið.

Já, rómantíkin svoleiðis blómstraði á Hverfó í gærkvöldi sem aldrei fyrr.
En það var alla vega reynt :)

Boðskapur sögunnar: Viljinn fyrir verkinu segir okkur að er ennþá neisti (von!) hjá okkur öllum og LÁTIÐ BARNIÐ Í RÚMIÐ ÁÐUR EN KÓSÍKVÖLDIÐ HEFST.

Nú hefur verið ákveðið í samráði við ömmuna að Vera fær kósídag og kvöld a.m.k. einu sinni í mánuði hjá ömmunni á meðan mamman og pabbinn gera sér glaðan Verulausan dag og kvöld og nótt með humri, hvítvíni, kertaljósi og öllu tilheyrandi - tja, eða bara spólu og nammi. „Rómantíkin“ á sér svo margar birtingarmyndir! Þetta verður bara fastur punktur. Vera fær að kynnast ömmu betur og allir vinna :)

P.s.
Vera sofnaði upp úr miðnætti í gær, svo spennt var hún yfir kvöldinu.
Eða kannski frekar af því hún, eins og víst ansi mörg börn þessa dagana, er með svokallaða gin og klaufaveiki /(ojojoj) (hand, mouth and foot desease) sem lýsir sér í útbrotum á þessum stöðum og þvílíkum pirringi...Eða þá að þetta sé bara frekja. Kemur í ljós á næstu (kósí)kvöldum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker