<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 23, 2005

Loftkenndar loftbylgjur 

Hitti gamla og núverandi vinkonu hans Vigga á djamminu á föstudagskvöldið. Hún er ein sú alhressasta. Skildi ekkert í því að ég væri orðlaus á blogginu, endar bloggar daman sú einnig og heitir Helen og er með link hér til vinstri á síðunni minni. Hún gaf mér ráð. Blogga bara um eitthvað, skó eða kókosbollu eða eitthvað. Það skipti ekki máli, ég bara yrði að blogga. Hún væri orðin húkt á síðunni minni.
Já, það er spurning hversu mikilvægur maður er orðinn hér...eh...
En kókósbolla - nehh... held ekki í þetta sinn.
Kannski frekar skór seinna.

En núna - Airwaves.

Skelltum okkur á Airwaves á föstudagskvöldið. Vera fór í næturpössun til ömmu Gunnu og við parið lögðum tvö saman út í kvöldið. Fyrst í kokteil til frænda míns sem var að fagna kaupum á fyrirtæki og svo á Airwaves.

Það sem var kannski merkilegast við þetta kvöld fyrir moi, var ekki beint Airwaves giggin sjálf, heldur kannski meira það að við hjónaleysurnar fórum tvö alveg ein og sjálf saman út á lífið. Vá, hvað það er langt síðan. Rifjuðum upp nokkra góða Erla+Viggi takta og þetta var hið skemmtilegasta kvöld. Bara tvö, ekki að hitta neinn eða með neinum, og alveg stolt af því! Vaktaskiptaplanið hefur einhvern veginn ekki boðið upp á svona kvöld áður. En hér eftir hefur verið ákveðið að Veran fer í næturpössun a.m.k. einu sinni í mánuði til að E+V geti átt góðar stundir með sjálfum sér eða öðrum. Saman at least.

Bærinn var í ruglinu í gærkvöldi. Það er eins og allir á Íslandi hafi verið að reyna að komast inn á Nasa eða Hafnarhúsið. Raðirnar náðu marga hringi í kringum miðbæinn. Út um allt. Allt í klessu alls staðar, eða svona nánast. Og flestir komust ekki inn þar sem þeir vildu. Og ef þú varst kominn inn á einhvern ákveðinn stað þorði það ekki að fara út af hættu við að komast ekki aftur inn.

Við byrjuðum á Nasa og heyrðum í KGB félaga okkar í Unsound. Algjörlega klikkað flott hjá kauða. Flökkuðum svo á milli staða þar sem ég náði að blikka yfirdyravörðinn á Nasa, en við gerðum díl við hann um að hleypa okkur aftur inn síðar um kvöldið fram fyrir röðina. Ég hreinlega lýsti því bara fyrir honum að við aumingja parið færum svo sjaldan saman út og barnið væri í næturpössun og okkur langaði svooooo að heyra í Hjálmum síðar um kvöldið. Og hann sá aumur á okkur og lofaði að hleypa okkur framfyrir í röðinni. Svo við fórum út og tókum bjór á hinum og þessum barnum og spjölluðum. Ásamt því að heyra í Ghostdigital og fleiri ómerkilegri böndum hér og þar. Enduðum svo á því að blikka Jonna á Nasa og komast þar með framhjá klessuröðinni fyrir framan m.a. Baltasar og aðra fræga menn. Já, segiði svo að ég hafi ekki sjarma!

Á heildina litið voru þessar loftbylgjur Íslands soldið glataðar. Að fólk sé að kaupa sér miða á hátíðina til að geta séð hin og þessi böndin á hinum og þessum staðnum, en komast svo bara KANNSKI inn á einn stað og þurfa að húka þar allt kvöldið ef þú ætlar ekki bara að verða strandaglópur hvergi og neins staðar í bænum! Bara lost úti í köldum loftbylgjum með rándýrt plastarmband. Nema við Viggi, fengum armböndin ókeypis og ég blikkaði Jonna. Reddaði kvöldinu. Annars ég get ég ímyndað mér að þetta blogg hefði verið með því fúlasta sem ég hef skrifað!

Stíflan er brostin.
Til hamingju. Takk.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker