<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 03, 2005

Ég er svo sjarmerandi... 

"You will be successful in business" og "You display the wonderful traits of charm and courtesy". Jább, það er ég. Verð heppin í viðskiptum og geisla alveg af sjarma og kurteisi. Alla vega samkvæmt spákökunum sem ég fékk hjá Nings. Gaman að þessu. Reyndar held ég að það geti seint verið sagt um mig að ég sé ein af þeim kurteisustu þótt ég hafi nú slípast með árunum. Og hvað sjarmann varðar veit ég hreinlega ekki...
En ég skal samt alveg trúa þessu!

Annars er ég varla heil manneskja í dag eftir raunir gærkvöldsins og næturinnar. Ég bara dansaði af mér rassinn og það á háum hælum til að ganga 6 í morgun. Já, Galluparar þurftu auðvitað að fagna því að við vorum að flytja í nýtt húsnæði, og mikið svakalega fagnaði ég vel og lengi. Mér tókst þó (eftir að hafa lagt mig aftur með Veru - en pabbinn gaf mömmunni engan sjéns (skal muna þér þetta!!) og fór í vinnuna kl. 9, akkúrat þegar ég var búin að sofa í tæpa 3 tíma!) að fara í bæinn og hitta vinkonurnar og mömmu, tölta með þeim í sólinni og slæpast í bænum. Og skoða nýjustu frænkuna sem var svo agnarsmá að ég hef aldrei séð minna barn. Samt var Vera 200 g léttari og 3 cm styttri... Maður er fljótur að gleyma.
Fínn dagur eftir fína nótt.
Og því fer þetta laugardagskvöld í slökun, sykurát og smá blogg, en Viggi er farinn á Hansen..., já, lífið er vaktaskipti.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker