<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Nýrnaævintýri morgunsins 

Allir þeir sem hafa fengið hvers kyns nýrnaverk vita hvað hann er hrikalega vondur. Svona ólýsanlega ógeðslega vondur verkur eins og t.d. hríðar eru. Þ.e. ólýsanlega ógeðslegar. Sjálf lá ég í viku á spítala 16 ára gömul með sýkingu í nýrum og gleymi því aldrei hvað þetta var vont. Nýrnaverkur og hríðar fá alveg sömu vondu einkunnina hjá mér!

Viggi vaknaði upp við vondan draum eldsnemma í morgun og kvartaði undan verk í kviðnum. Á augnabliki varð verkurinn svo sár að þegar ég stóð upp til að pissa, spurði hann mig hvað ég væri eiginlega að gera, ég þyrfti að hringja á 112 fyrir hann! Já, hann vissi ekkert hvað í ósköpunum var að gerast með sig, enda sárþjáður.

Sjúkrabíllinn kom og keyrði með hann, þó á löglegum hraða, upp á bráðamóttöku. Það tók þó nokkurn tíma að fá greiningu á meininu, og á meðan engdist aumingja Vigginn um af verk. Og ég með af samkennd. Ég hef satt að segja aldrei séð manninn svona lítinn. Scary.

Nýrnasteinar var greiningin og myndataka stuttu síðar staðfesti það. Hann fékk verkjalyf og þar á meðal morfín undir húð! Knockaði kallinn alveg út og hann hvíldist og öðlaðist himneskt verkjalaust líf (allar konur sem hafa fengið mænudeyfingu eftir hríðar hljóta að skilja Vigga í þessu dæmi!). Svo bara leið og beið og allt í einu var allt búið. Steinninn farinn og ahbú. Og nú virðist hann vera stáli sleginn og eins og ekkert hafi gerst!
Alveg magnað morgunævintýri.
Nennum samt ekki að upplifa það aftur takk. Komið gott. Þetta tók alveg á, og þótt þetta líti út eins og draumur fyrir mér eftir á þá held ég að Viggi sé nú ekki alveg sama sinnis með það...

Oooooo, svarthvíta hetjan mín!

P.s. En hei - það kommentar enginn á það hvað við erum sérlega sæt hér á myndinni fyrir neðan!!? Hvað er að gerast með þetta blogg eiginlega?
Sætti mig samt við þá skýringu að það vita allir hvað við erum ferlega sæt og þessi mynd sé ekki að sýna neitt nýtt og því sé að sjálfsögðu óþarfi að koma að því orði... ;) I know.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker