fimmtudagur, júlí 28, 2005
Krítarlífið ljúfa
Ég skal nú barasta segja ykkur það að rauðhausinn kom alls ekki svo ýkja hvít heim frá Krít!
Við dvöldum á Krít undanfarnar 2 vikur í sól og sumri. Þetta er fyrsta alvöru sólarlandaferðin okkar Vigga saman og auðvitað líka fyrsta sólarferðin hennar Veru. Og við urðum sko ekki fyrir vonbrigðum.
Hitinn var fínn, 30 - 38 gráður og ég get svarið það að ég vandist hitanum það vel að ég hreinlega merkti ekki mun á 30 eða 38 gráðum. Ég er jú annáluð kuldaskræfa og var því að fíla hitann í botn. Sleppti því meira að segja að sofa með loftkælinguna á næturnar...brrrrrr. Sólin skein frá morgni til kvölds hvern einasta dag og það var ljúft. Hótelgarðurinn var hinn fínasti og ströndin sem við gerðum að "okkar" einnig. Það var alltaf þægileg gjóla á ströndinni svo kannski þess vegna vorum við ekki að kafna úr hita. Mjög þægilegt.
Lífið var ljúft á Krít. Þetta var svona ljúft leti- og 1. gírs-frí, en það var ekki mikið um aktivití þarna á litlu familíunni. Markmiðið var að slappa af og eyða tíma saman í rólegheitunum og það tókst svo sannarlega. Maður komst í þannig gír að maður hreinlega nennti ekki að gera neitt sem tók á, þ.e. annað en að synda og sóla sig. Það var jú heldur ekki hægt að bjóða Veru upp á bílferðir eða aðrar langar ferðir í þessum hita. Við pabbinn eigum það bara eftir, barnlaus þegar Vera er orðin stór... Þó tókum við einn dag í vatnsrennibrautargarði og annan í sjopping í Chania, borginni sem við vorum við. Eins fórum við yfirleitt inn í borgina að borða og rölta á kvöldin. Einn dag leigðum við 3 fjölskyldur sem vorum að ferðast saman skútu í heilan dag sem sigldi með okkur um hafið blátt í heilan dag. Skipperinn stoppaði með okkur á hrikalega litlum og sætum leyniströndum og bauð upp á busl í tærasta sjó sem ég hef séð. Það var gaman að sjá eyjuna frá sjónum, litlu húsin byggð upp í fjöllin og víkurnar og krúttlegustu strandir í heimi.
Vera að fíla Krítarlífið svaka vel. Hún var í tjillgír eins og foreldrarnir og var sátt við hitann og strandarlífið. Ég hef sjaldan séð dömuna í svona góðu jafnvægi, kannski ekki skrýtið með athygli foreldrana á sér allan sólarhringinn sem hefur ekki gerst áður í svona langan tíma. Vera var hin besta og sat bara í sandinum og mokaði og át sand, lék sér í grasinu í hótelgarðinum eða buslaði í sjónum og sundlauginni í kútnum sínum. Þægilegra gat það ekki verið, bæði fyrir hana og foreldrana.
Lífið var svo einfalt á Krít.
Vakna einhvern tímann seint við Veru, borða morgunmat saman í rólegheitum úti á svölum, taka stærstu ákvörðun dagsins: Ströndin eða sundlaugin??? Smyrja sig og sína og tölta út í góða veðrið og ljúfa lífið. Borða slatta af ávöxtum og grísku salati og tölta af og til í bænum. Já, flóknara var það ekki. Ahhhhh...þvílík sæla. Eftir 2 vikur í þessari rútínu var ég í alvörunni ekki búin að fá nóg. Ég var virkilega til í 1-2 vikur í viðbót af svona lífi takk! En vinnan kallaði á Vigga og ég vissi að Krítarlífið yrði nú lítið gaman án hans.
Svo íslenskur hversdagur er tekinn við. Flókna Íslenska lífið miðað við frílífið ljúfa. Viggi er aftur farinn að vinna og við Vera bara að spóka okkur. Ég hreinlega vissi ekkert hvað við Vera áttum af okkur að gera fyrsta morguninn hér heima. Engin sólarolíusmurning, enginn sjór, sandur... og nú voru góð ráð dýr. Erfiðar spurningar og ákvarðanir eins og: Hvernig er veðrið? Í hvað skal klæða? Of heitt - of kalt? Hvern á að heimsækja? Nennir einhver með okkur í sund? Oh, það er ekkert til í matinn, þarf að versla, -og elda líka! Æjæjæjæjæjæ...
Svo ég datt bara í þunglyndi í einn dag og hugsaði málið í rólegheitunum. Fór ekki úr húsi í 20 gráðunum hér á Íslandi sem hefur held ég aldrei gerst áður hjá mér! Það eru jú 3 vikur eftir að fríinu okkar Veru og vá hvað við erum strax eirðarlausar. Heimsóknir, Nauthólsvíkin, sund og gönguferðir verða á aðaldagskrá þessara vikna. Það verður auðvitað fínt og allt það af því á endanum er heima bezt.
En ég sakna samt ennþá Krítarlífsins ljúfa.
Við dvöldum á Krít undanfarnar 2 vikur í sól og sumri. Þetta er fyrsta alvöru sólarlandaferðin okkar Vigga saman og auðvitað líka fyrsta sólarferðin hennar Veru. Og við urðum sko ekki fyrir vonbrigðum.
Hitinn var fínn, 30 - 38 gráður og ég get svarið það að ég vandist hitanum það vel að ég hreinlega merkti ekki mun á 30 eða 38 gráðum. Ég er jú annáluð kuldaskræfa og var því að fíla hitann í botn. Sleppti því meira að segja að sofa með loftkælinguna á næturnar...brrrrrr. Sólin skein frá morgni til kvölds hvern einasta dag og það var ljúft. Hótelgarðurinn var hinn fínasti og ströndin sem við gerðum að "okkar" einnig. Það var alltaf þægileg gjóla á ströndinni svo kannski þess vegna vorum við ekki að kafna úr hita. Mjög þægilegt.
Lífið var ljúft á Krít. Þetta var svona ljúft leti- og 1. gírs-frí, en það var ekki mikið um aktivití þarna á litlu familíunni. Markmiðið var að slappa af og eyða tíma saman í rólegheitunum og það tókst svo sannarlega. Maður komst í þannig gír að maður hreinlega nennti ekki að gera neitt sem tók á, þ.e. annað en að synda og sóla sig. Það var jú heldur ekki hægt að bjóða Veru upp á bílferðir eða aðrar langar ferðir í þessum hita. Við pabbinn eigum það bara eftir, barnlaus þegar Vera er orðin stór... Þó tókum við einn dag í vatnsrennibrautargarði og annan í sjopping í Chania, borginni sem við vorum við. Eins fórum við yfirleitt inn í borgina að borða og rölta á kvöldin. Einn dag leigðum við 3 fjölskyldur sem vorum að ferðast saman skútu í heilan dag sem sigldi með okkur um hafið blátt í heilan dag. Skipperinn stoppaði með okkur á hrikalega litlum og sætum leyniströndum og bauð upp á busl í tærasta sjó sem ég hef séð. Það var gaman að sjá eyjuna frá sjónum, litlu húsin byggð upp í fjöllin og víkurnar og krúttlegustu strandir í heimi.
Vera að fíla Krítarlífið svaka vel. Hún var í tjillgír eins og foreldrarnir og var sátt við hitann og strandarlífið. Ég hef sjaldan séð dömuna í svona góðu jafnvægi, kannski ekki skrýtið með athygli foreldrana á sér allan sólarhringinn sem hefur ekki gerst áður í svona langan tíma. Vera var hin besta og sat bara í sandinum og mokaði og át sand, lék sér í grasinu í hótelgarðinum eða buslaði í sjónum og sundlauginni í kútnum sínum. Þægilegra gat það ekki verið, bæði fyrir hana og foreldrana.
Lífið var svo einfalt á Krít.
Vakna einhvern tímann seint við Veru, borða morgunmat saman í rólegheitum úti á svölum, taka stærstu ákvörðun dagsins: Ströndin eða sundlaugin??? Smyrja sig og sína og tölta út í góða veðrið og ljúfa lífið. Borða slatta af ávöxtum og grísku salati og tölta af og til í bænum. Já, flóknara var það ekki. Ahhhhh...þvílík sæla. Eftir 2 vikur í þessari rútínu var ég í alvörunni ekki búin að fá nóg. Ég var virkilega til í 1-2 vikur í viðbót af svona lífi takk! En vinnan kallaði á Vigga og ég vissi að Krítarlífið yrði nú lítið gaman án hans.
Svo íslenskur hversdagur er tekinn við. Flókna Íslenska lífið miðað við frílífið ljúfa. Viggi er aftur farinn að vinna og við Vera bara að spóka okkur. Ég hreinlega vissi ekkert hvað við Vera áttum af okkur að gera fyrsta morguninn hér heima. Engin sólarolíusmurning, enginn sjór, sandur... og nú voru góð ráð dýr. Erfiðar spurningar og ákvarðanir eins og: Hvernig er veðrið? Í hvað skal klæða? Of heitt - of kalt? Hvern á að heimsækja? Nennir einhver með okkur í sund? Oh, það er ekkert til í matinn, þarf að versla, -og elda líka! Æjæjæjæjæjæ...
Svo ég datt bara í þunglyndi í einn dag og hugsaði málið í rólegheitunum. Fór ekki úr húsi í 20 gráðunum hér á Íslandi sem hefur held ég aldrei gerst áður hjá mér! Það eru jú 3 vikur eftir að fríinu okkar Veru og vá hvað við erum strax eirðarlausar. Heimsóknir, Nauthólsvíkin, sund og gönguferðir verða á aðaldagskrá þessara vikna. Það verður auðvitað fínt og allt það af því á endanum er heima bezt.
En ég sakna samt ennþá Krítarlífsins ljúfa.
Comments:
Skrifa ummæli