<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 03, 2005

Bikiní og blóm - sandalar og sallat :) 

Mig langar svo að verða smá brún núna þegar sumarið er alveg komið og ég nýbúin að kaupa mér voðalega fínt hvítt pils og svona. Ekki það að ég sé með fallegustu fætur í heimi (slatti af æðahnútum og slitum í genunum...æji...!) en ef þeir væru brúnir þá væru þeir alla vega skömminni skárri. Spurning um að smyrja á sig brúnkukremi fyrir nóttina og verða pínu brún á morgun þegar ég fer á árshátið kórsins míns. Verst hvað þessi krembrúnka dugir skammt. Og hvað það er ógeðslega vond fýla af þessum brúnkukremum. Sængurfötin hjá manni anga alveg eftir þetta, jakk. Svo ég er alls ekki dugleg við þessa iðju.

En ég keypti mér líka bronslitaða pæjusandala í dag og þegar ég horfði á eldbleikar táslurnar í sandölunum og búðarstelpan sá hvað ég var að pæla (=not looking good!) sagði hún: "Bara smá brúnkukrem og þá er þetta komið"! Já, ætli brúnkukremið sé ekki bara málið í sumar. Alla vega þar til ég fer til Krítar og verð vonandi smá pínu ekta brún. Svo er ég náttúrulega alltaf með freknur í andlitinu á sumrin sem gefa hraustlegt útlit. Finnst þær bara krúttlegar.

Nú, auk þess að hafa splæst í sandala þá var bæjarferðin í dag eiginlega til þess ætluð að kaupa bikiní. Sem mér tókst á endanum. Nældi mér í ágætis bikiní á lítinn pening eftir þó nokkra leit. Leitin gekk samt ekki út á að finna nógu ódýrt heldur frekar nógu "passar á lítil brjóst sem eru næstum horfin"... Gvuð, ég fékk bara sjokk í mátunarklefunum í dag. Mátaði hvern bikiníhaldarann á fætur öðrum og all pokaði hreinlega á mér og mínum dúllum. Endaði að kaupa mér einhverja smástelpustærð fyrir brjóstin en xl fyrir rassinn. Eins gott að það sé hægt að kaupa sitt hvort númerið fyrir efri og neðri part! Annars myndi ég þurfa að troða sokkum innan á brjóstin eða eitthvað. Alla vega, þetta tókst og ég er barasta sæmilega ánægð með þetta. Það er samt alltaf jafn hræðilegt að vera staddur í mátunarklefa í kastarabirtu dauðans með rassinn beint í spegilinn og allt sem honum fylgir...hálfnakinn einn í klefanum að reyna að finna eitthvað sem passar. Oh, hrikaleg upplifun!! Maður á að fá þetta lánað heim og gera þetta þegar maður er búinn að bera á sig brúnkukremið og í kvöldsólinni þar sem engir díteilar sjást!

Svo keypti ég sumarblóm og setti í potta í garðinn minn. Þar sem það er ekkert gras í garðinum mínum kaupi ég sumarblóm og set í ker og potta og það setur þvílíkan sumarlegan svip á H6. Vera hefur ekki enn reynt að borða þessi blóm...Svo er auðvitað búið að sá fyrir salati og radísum í stóra kassann sem eitt sinn hýsti forljótt dautt grenitré...sem betur fer fékk það að fjúka í fyrra. Sallat í staðinn - amminamm. Ætli salatið verði svo ekki akkúrat reddí þegar við verðum úti á Krít og eyðileggst allt...nei, vonandi ekki. Annars býð ég hér með hverjum sem vill og langar í salat að koma hingað og fá sér þegar það verður tilbúið, það er nóg til! Svona, fáðu þér meira!
Gjössovel og verðiþéraðgóðu elskan mín.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker