<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Vera 9 mánaða! 

Vera varð 9 mánaða á mánudaginn var, 25. apríl. Litla skvísan er orðin svo stór. Hún er farin að færa sig um á rassinum, ekkert á fullu spítti ennþá, en samt. Fer út um allt, þangað sem hún vill fara. Mjakar sér einhvern veginn áfram með því að hreyfa fætur og nota hendurnar. Hún fer stundum upp á 4 fætur en líst greinilega ekki eins vel á þann ferðamáta. Vera er án gríns alltaf í góðu skapi og getur dundað sér heillengi ein á gólfinu að spá í dótið sitt. Þvílíkur lúxus fyrir foreldrana! Vera talar þvílíkt mikið við sjálfa sig og okkur pabbann (það kemur líklega frá mér þá...)og það getur verið mjög fyndið, eins og hún sé í alvörunni að segja eitthvað svakalega merkilegt. Hún kann að klappa og klappar nú við hvert tækifæri. Eins vinkar hún bless þegar það á við. Er eiginlega orðin þessi þvílíka hermikráka og gerir allt eins og mamman gerir! Hún er komin í aðlögun til dagmammanna og það gengur framar vonum. Hún rétti t.d. fram hendurnar til dagmömmunnar í morgun þegar ég fór með hana. Vildi bara fara til hennar og leika við krakkana tíu. Vera byrjar svo allan daginn hjá þeim eftir helgi. Ég verð reyndar að vinna 80% vinnu fram að hausti svo við Vera getum spókað okkur í sumrinu frá kl. 14:30 alla daga! Þvílíkur lúxus þar á bæ. Mér finnst við bara verða að njóta þessa tíma saman, á meðan hún er lítil.
Það verður næs.


Vera sumarlega með sólhatt Posted by Hello


Mamman þarf greinilega að sauma bönd á nýja sumarhattinn...hann tollir ekki lengi á í einu! Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker