<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 23, 2005

Tískumistökin ég 

Ég klæddi mig einu sinni eins og skreytt jólatré. Eða hippi. Eða hreinlega einhvers konar frík. Saumaði mér útvíðar buxur úr gömlu appelsínugulu gardínuefni og gekk í fötum af ömmu. Og reyndar afa líka. Mér hefur alltaf fundist öðruvísi föt (hvað sem það nú þýðir í dag) vera aðlaðandi og hef t.d. átt erfitt með að klæða mig í svart. Ég verð að hafa liti og helst eitthvað smá extra meira en normalt.

Með tímanum hefur smekkurinn svo skánað. Ætli það heiti ekki að þroskast. Ég get klætt mig eins og klassísk frú án þess að líða illa. Reyndar er það aldrei alveg the true me en samt. Í dag er fataskápurinn minn heldur rýr. Eftir meðgönguna og nokkur aukakíló (sem samt sjást ekki - nema á vigtinni og gallabuxunum mínum...) þá allt í einu er allt svo ljótt sem ég á. Eða of lítið. Eða bara úrelt og gamalt og leiðinlegt. Ég þarf tótallí að endurnýja fataherbergið mitt. Ég byrjaði smá úti í Stokkhólmi í H&M og gæti sjálfsagt haldið endalaust áfram, en takmarkað fjármagn eftir tekjusnautt orlof setur smá skorður í þann reikning. Snökt og aumingja ég. Mig langar að vera svona töffara og tískumamma í nýjasta nýju!

Fór aðeins í Kringluna í dag. Var bara í gömlum gallabuxum (einar af tvennum sem ég passa vel í...) og strigaskóm. Reyndar var ég í nýrri sætri mussu og megatöffaraleðurjakkanum mínum, en mér leið samt eins og gamalli þreyttri kellingu sem væri ekki í takt við tískuna. Ég meina, ég ætla mér ekki að verða þræll tískunnar en ég finn allt í einu þessa hrikalega sterku pæjuþörf. Sérstaklega fyrir að fá mér nýjar Diesel gallabuxur og svona 2-3 ný skópör. Þá trúi ég því að mér muni líða skár!(ódýrara en sálfræðimeðferð!) Verst að slíkar gallabuxur kosta held ég 15 þúsund seðla og nokkur skópör þeim mun meira. Eins gott að ég á ammali alveg rétt bráðum og gjafirnar streyma til mín!
(Þetta er s.s. hint elskurnar = Mig langar í föt í ammalisgjöf!)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker