<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 31, 2005

VERUleikinn 

Já, það er spurning um að fara að breyta undirtitlinum á þessu bloggi. Í stað "Spread your wings and fly" (sem var kannski soldið eins og mér leið þegar þetta blogg var stofnað) þá væri kannski "Veruleiki Veru" eða "Að vera Vera" meira viðeigandi titill. Maður hefur hreinlega ekki bofs að segja annað en tengist múslunni á einhvern hátt. Kannski er það orðið þreytt. Ég veit það ekki. Ekki það að ég þreytist á því, eins og þið sjáið augljóslega svart á hvítu á þessu vef..., en kannski þið hin.

Spurning hvort heilinn á mér lifni við þegar ég fer að vinna og ég hafi frá einhverju nýju og skemmtilegu að segja. Hver veit.
Annars er spurning um að fara að hætta þessu bulli.

En kannski held ég bara áfram fyrir Veruna. Nota þetta sem dagbók (sem þetta jú hálfpartinn er) og geymi fyrir skvísuna og sýni henni þegar hún er orðin stór. Ég væri alla vega alveg til í að eiga eitthvað svona um sjálfa mig frá því ég var lítil. Reyndar voru til nokkrar spóluupptökur af mér, bæði syngjandi "Út um græna grundu, gakktu hjörðin mín, yndi vorsins HHHHHUUUUUUUNDUR, ég skal gæta þín" og eins man ég eftir viðtali föður míns við mig tæplega þriggja ára þegar ég hafði svörin við öllu:

Pabbi: "Hvar er mamma núna?"
Ég: "Hún er auðvitað hjá lækninum"
Pabbi: "Og af hverju er hún hjá lækninum?"
Ég: Nú, af því hún er að fara í saumaklúbb í kvöld!"

En spólurnar eru týndar. Maður hafði þetta samt í den...

Aftur í Veruleikann.


Vera Víglunds fór í 8 mánaða skoðun í dag og fékk að vita að hún er orðin 8,350 kíló og 71 sentimeter! Er akkúrat á meðaltalinu í þyngd og aðeins fyrir ofan meðaltal í lengd. Verður há og spengileg eins og mamman :) Ó, je. Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker