<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 25, 2005

Vera 8 mánaða!! 

Vera er 8 mánaða í dag!

Hún er orðin þvílíkt klár og sniðug stelpan sú, enda 8 mánaða!
Hún fékk tönn í síðustu viku og hárið orðið "sítt" á okkar mælikvarða.

Ég get ekki annað sagt en að Vera sé gott barn. Það fer ekki mikið fyrir þessari dömu (ennþá...), kvartar og grætur sjaldan og er þvílíkt brosmild og lífsglöð. Henni er yfirleitt sama hjá hverjum hún er, en finnst þó gott að hafa mömmuna í augsýn. Það hefur alla vega ekki verið vandamálið að setja hana í pössun. Finnst gaman að hitta nýtt fólk sem nennir að knúsa hana.

Vera virðist yfirleitt vera sjálfri sér nóg og situr mikið á teppinu sínu og leikur sér við dótið sitt. Er soldill spekúlant og getur verið lengi með sama dótið og handfjatlað það spáð í því. Hún situr enn mest á sama stað, er aðeins farin að færa sig á rassinum en þó ekki meira en hálfan metra í radíus. Mamman er ánægð með það! Ætli pabbinn fái ekki það hlutverk að elta hana út um allt í orlofinu sínu sem fer að hefjast. Vera talar mikið og segir mamma og amma og papa, ásamt ýmsu fleiru sem skilst ekki enn. Ekki veit ég hvort hún þekki þessi orð, en vill nú samt meina að hún tengi mömmuna við mig :) Svo syngur hún stundum með þegar mammman syngur fyrir hana og dillir taktfast við hvert tækifæri þegar tónlist hljómar.

Vera drekkur brjóstið núna aðeins tvisvar á dag, á morgnanna og kvöldin, þar sem mamman er að fara aftur á vinnumarkaðinn. Á kvöldin rífur hún hreinlega í mig sólgin í að fá sinn skammt eftir brjóstalausan daginn, þvílíkt krúttlegt. Hún borðar orðið 4 máltíðir á dag og sefur orðið alla nóttina, yfirleitt án þess að rumska. Vá, þvílíkur lúxus! Eyrnabólgu nr. 3 var að ljúka og vonandi er þessu eyrnaveseni hér með lokið. Ef ekki eru rör næst á dagskrá. Vera hefur samt staðið sig eins og hetja með þessar endalausu eyrnabólgur og við foreldrarnir ekki mikið fundið fyrir því.

Vera fór í heimsókn til lítils frænda um daginn. Síðar í heimsókninni eftir dágóð samskipti og leik uppgötvaðist að frændinn var kominn með hlaupabólu...svo sjáum til eftir 1-2 vikur hvort Vera hafi smitast...

Alla vega - til hamingju með afmælið besta stelpan hennar mömmu sinnar!Vera 8 mánaða í dag :) Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker