<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 05, 2005

Týnd og gjúgg! 

OK, ég er orðin ein af þessum montmömmum sem geta talað endalaust um börnin sín, þið verðið bara að þola það! Hún Vera er náttúrulega alveg frábær. Orðin næstum 7 1/2 mánaða og greinilega að taka góðan þroskakipp.

Ég veit hreinlega ekki hvað er í sænska loftinu en hún Vera er orðin að snillingi hér. Fyrir utan það að kunna allt í einu að sýna hvað Vera er stór (eins og sjá má á bloggi fyrir nokkrum dögum) þá talar hún non stop og uppáhaldsorðið hennar er "mamma"! Ég er ekki að grínast með þetta - vildi að ég gæti sett upp hljóðfæl hér til að sanna mál mitt. Reyndar hljómar þetta stundum svolítið mamamamamamama... en hún hefur apað eftir mér "mamma" þegar ég hef sagt það. Ég efast reyndar um að hún viti hvað eða hver mamma er, en þetta er jú orð sem hún heyrir um það bil þúsund sinnum á dag: "Mamma skal taka þig", "Mamma er hér", mamma mamma mamma þetta og hitt. Svo það er kannski ekki furða. Maður gat nú svo sem haldið að hún yrði fljót að tala með mömmuna símalandi...!

En þetta er ekki allt. Hér í Stokkhólmi tók Vera líka allt í einu upp á því að gera sjálf "týnd og gjúgg". Fyrst föttuðum við ekkert hvað hún var að gera, var alltaf að draga teppi yfir hausinn á sér. En auðvitað var barnið að gera týnd og gjúgg. Svo núna er það uppáhaldsleikurinn hennar.
Já, ég skal segja ykkur það - það er sko allt að gerast hér í Stokkhólmi!

Týnd... Posted by Hello


Gjúgg! Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker