<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 29, 2005

Páskafréttir 

Páskarnir fóru vel í mig. Ég át fullt af súkkulaði og horfði á nokkar vídeómyndir. Sem sagt var mest í tjillinu. Fékk málsháttinn "Eitt barn sem ekkert, tvö sem tíu". Ætli það sé ekki rétt. Annað barn er ekki á dagskrá á næstunni svo ég hef ekki áhyggjur af því nú. Við duttum í teiknimyndapakkann og mæli ég með syrpu af góðum teiknimyndum til tilbreytingar. Sáum The incredibles, A Sharks Tale (eða eitthvað svoleiðis) og Finding Nemo og skemmtum okkur konunglega við áhorfið. Svo var auðvitað skroppið í sund og Vera hafði engum töktum gleymt frá því á ungbarnasundnámskeiðinu. Förum á annað námskeið bráðum svo það þurfti að rifja upp gamla takta. Höfum ekki verið öflug í sundinu eftir námskeiðið sökum eyrnarbólgu. Það er vonandi liðin tíð. Svo fórum við upp í sveit, í bústaðinn til tengdó, en hann stendur í Eilífsdal í Hvalfirði og þar er alltaf jafn kósí að vera.

Amma Gunna eða meine mútter fór áðan aftur til síns heima í Þýskalandi. Vonandi getur hún svo flutt hingað heim til Íslands where she belongs sem fyrst. Við söknum hennar nú þegar.

6 dagar í vinnu. Úff.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker