<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 11, 2005

Kattavinurinn ég 

Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki sérstakur dýravinur. Hef einhvern veginn alla tíð verið dálítið hrædd við dýr, fundist þau skítug og erfitt að lesa. Ég gat ekki tekið þátt í því að tína orma í gamla daga því ég var eiginlega líka hrædd við þá. Bara ekki fyrir mig. Ekki misskilja, ég fer á hestbak og klappa voffum sem ég þekki vel, en helst ekki meira en það. Ég er með ofnæmi fyrir kattar- og kanínuhárum og byrja að grenja og fá hor ef ég er of lengi í kringum slík dýr. Læt mig nú samt hafa það að pæjast í kanínuskinnsjakkanum mínum af og til.

Hér í Stokkhólmsfjölskyldunni góðu er einn meðlimur úr dýraríkinu. Kisan hún Randí. Hún er þver og þrjósk og heldur oft að hún sé hundur. Þefar af tánum á fólki og opnar hurðir sjálf til að fara út og inn. Ég fíla hana ekki sérstaklega, ekki frekar en aðra ketti og tek ofnæmistöflur við ofnæminu.

Hins vegar lifna ég öll við og fæ væga dýravinatilfinningu þegar ég sé viðbrögð Veru við kettinum. Hún hreinlega flippar út. Finnst kisan æðisleg. Hún skellihlær og skríkir þegar hún sér köttinn og spottar hann út þótt hann sé í góðri fjarlægð. Vera er meira að segja búin að læra að segja ksss ksss þegar hún sér kisuna (er orðin ansi góð í að apa eftir mömmunni). Þetta hreinlega bræðir hjarta mömmunnar sem gæti allt í einu hugsað sér að eignast kött. Vera er greinilega með dýravinagenið í sér sem Axel bróðir minn fékk og ég ekki. Hann er dýravinurINN. Ég geri allt fyrir Veruna og hver veit nema lítill kisi eða voffi bætist í Hverfófjölskylduna someday. Væri samt frekar til í að spotta alla þá sem eiga ketti og fara reglulega í heimsókn til þeirra. Þeir hinir sömu vinsamlega látið mig vita og við droppum við!


Vera og Randí Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker