<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 19, 2005

Amman 

Amman er komin til landsins. Og Vera er strax farin í pössun! Ji hvað það er skrýtið að segja þetta, hún verður í pössun í allan dag á meðan mamman og pabbinn spóka sig og aðstoða vini við flutninga. Já, við verðum öll að hjálpast að krakkar mínir :) Svo verður farið í kærkomið bíó í kvöld og að sjálfsögðu passar amman líka þá. Hún þarf að fara að flytja heim kellan. Er að leita sér að vinnu hér heima en það tekur tíma. Þvílíkur munur að hafa einhvern til taks sem óskar eftir að fá að passa dömuna. Veitir dágott frelsi sem maður var dálítið búinn að gleyma hvernig er.
Auðvitað er ég frjáls alla daga, en aðeins meira í dag en marga aðra daga undanfarið. Skrýtin tilfinning að vera án Veru í allan dag, en maður þarf jú að fara að venjast því...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker