þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Stíliserað og grafískt
Ég var að horfa á Innlit Útlit. Þetta er ágætis þáttur. Svo sem. Völu finnst allt svo skemmtilegt og æðislegt, jafnvel þótt það sjáist í gegn á svipbrigðum hennar að henni finnst þetta ekkert svo æðislega flott. Og ekkert sérlega skemmtilegt heldur. Það er greinilegt að Vala er að reyna að ná breidd í það sem sýnt er í þættinum, en það skín samt alveg í gegn hvað henni finnst flott og hvað ekki. Að horfa á þáttinn er oft eins og að horfa á þrjár litlar flissandi stelpukellingar. Þær eru á fimmtugsaldrinum, Vala, Katrí finnska og hönnuðurinn þarna sem á Má MÍ Mó, man ekki hvað hún heitir, en langar greinilega að vera þrjátíu og eitthvað. Alveg eru þær uppstrílaðar í nýjustu tískuhönnun, greiddar og málaðar eins og þær séu að fara á ball. Svo tala þær smá, hlæja og skríkja eins og smástelpur og blikka hvora aðra og áhorfendur. Svaka hressar en samt aðallega skemmtilegar og æðislegar. Vala kallar viðmælendur sína krakka og slær um sig og slettir með því að nota orðið grafískt og stíliserað. Man að einu sinni kommentaði hún á ruslafötu hjá Bo Hall og nefndi hvað hún væri grafísk þessi ruslafata! Samt var þetta bara venjuleg ruslafata úti á miðju eldhúsgólfi. En grafísk var hún. Ég veit það ekki, ég sá ekki þetta grafíska í ruslafötunni, ekki nema þá að allt í heimi sé grafískt, sem það hlýtur þó að vera ef öllu er á botninn hvolft. Svo kannski Vala hafi haft rétt fyrir sér. Enda arkítekt og pæja.
Í þætti í Innlit Útlit um daginn sá ég innslag um konu sem var að flytja eftir að hafa búið á sama staðnum í 6 ár. Og með sömu húsgögnunum. Hún fékk að sjálfsögðu arkítekt til að teikna nýja heimilið sem þau keyptu upp á nýtt (annað virðist ekki hægt í dag! Alla vega ekki í Innlit Útlit) og nefndi oft í viðtalinu að hún ætlaði sko að breyta öllu. Og þá sérstaklega að breyta um stíl. Henda öllum gömlu húsgögnunum út og kaupa ný. Bara allt komplett. Takk fyrir. Restin í Góða Hirðinn, ef hún veit þá hvað það er. Og svo var auðvitað öllu hent út á nýja staðnum og innréttað upp á nýtt.
En hvað þýðir það að breyta um stíl? Fyrir mér er það jafn bilað og að ætla sér að skipta hreinlega um karakter! Bara nýr stíll sísvona. Þykir henni ekki vænt um neitt á gamla staðnum? Er ekkert með sögu eða tilfinningu fyrir hana? Ég veit að þetta eru bara hlutir og maður getur fengið algjört ógeð á þeim, en þetta fannst mér eitthvað svo yfir strikið. Eða hvað? Gellan á nóg af peningum og ætlar hreinlega að kaupa sér nýjustu tísku. En hvað gerist svo eftir önnur 6 ár? Æj, ég veit það ekki, mér fannst þetta bara eitthvað svo glötuð yfirlýsing: "Ég ætla að breyta algjörlega um stíl", eins og hún sé búin að lifa ljótu lífi alltof lengi. Æ,æ. Ég skil þetta upp að vissu marki, sjálf fæ ég fljótt leið á hlutum og vill stanslaust vera að breyta heimilinu og skipta út hlutum. Finnst gaman að skoða sniðuga og fallega hönnun þótt ég hafi ekkert vit á henni og læt mig dreyma um að eignast Eames hægindastól einn daginn.
Þegar ég verð rík tík.
Það er eins og fólk í dag geti ekki flutt inn á nýjan stað án þess að taka allt í gegn. Meira að segja unga fólkið sem er að eignast sína fyrstu íbúð verður að hafa allt pottþétt. Eins og Innlit Útlit boðar það. Hvítt og grátt og alls ekki mikið dót. Stundum finnst mér eins og ég það sé verið að sýna úr einhverri búð þegar sum hýbýli eru sýnd. Ekki rykkorn á vitlausum stað. Og bara ekkert dót! Hvar er allt dótið?? Og hvað varð um það að láta gömlu innréttinguna duga og mála yfir ljótar flísar? Fá gamlan sófa frá mömmu og skrifborð frá afa? Einu sinni var það nú hægt - þegar ég var ung og falleg...! Nei, í alvöru. Unga fólkið er að slá um sig með dýrri hönnun og flottustu innréttingunum af því það gamla er ekki nógu gott. Já, svona er nútíðin, með nóg af peningum. Eða bankalánum réttara sagt. Maður heyrir sögur af fólki sem er að selja íbúðina sína, kaupa nýja á 100% láni, eyða svo gróðanum af gömlu íbúðinni í að rústa nýju íbúðinni og kaupa ALLT nýtt þar inn. Eins og þau hafi unnið í happdrætti. Og svo kvörtum við yfir verðbólgunni!
Ég sé Eames hægindastólinn í hyllingum. Ætla samt hvorki að taka bankalán á frábærum vöxum fyrir honum né að breyta um stíl svo að hann passi hér inn og stíliseri heimilið í grafíska æðislega skemmtilega heild.
Someday.
Í þætti í Innlit Útlit um daginn sá ég innslag um konu sem var að flytja eftir að hafa búið á sama staðnum í 6 ár. Og með sömu húsgögnunum. Hún fékk að sjálfsögðu arkítekt til að teikna nýja heimilið sem þau keyptu upp á nýtt (annað virðist ekki hægt í dag! Alla vega ekki í Innlit Útlit) og nefndi oft í viðtalinu að hún ætlaði sko að breyta öllu. Og þá sérstaklega að breyta um stíl. Henda öllum gömlu húsgögnunum út og kaupa ný. Bara allt komplett. Takk fyrir. Restin í Góða Hirðinn, ef hún veit þá hvað það er. Og svo var auðvitað öllu hent út á nýja staðnum og innréttað upp á nýtt.
En hvað þýðir það að breyta um stíl? Fyrir mér er það jafn bilað og að ætla sér að skipta hreinlega um karakter! Bara nýr stíll sísvona. Þykir henni ekki vænt um neitt á gamla staðnum? Er ekkert með sögu eða tilfinningu fyrir hana? Ég veit að þetta eru bara hlutir og maður getur fengið algjört ógeð á þeim, en þetta fannst mér eitthvað svo yfir strikið. Eða hvað? Gellan á nóg af peningum og ætlar hreinlega að kaupa sér nýjustu tísku. En hvað gerist svo eftir önnur 6 ár? Æj, ég veit það ekki, mér fannst þetta bara eitthvað svo glötuð yfirlýsing: "Ég ætla að breyta algjörlega um stíl", eins og hún sé búin að lifa ljótu lífi alltof lengi. Æ,æ. Ég skil þetta upp að vissu marki, sjálf fæ ég fljótt leið á hlutum og vill stanslaust vera að breyta heimilinu og skipta út hlutum. Finnst gaman að skoða sniðuga og fallega hönnun þótt ég hafi ekkert vit á henni og læt mig dreyma um að eignast Eames hægindastól einn daginn.
Þegar ég verð rík tík.
Það er eins og fólk í dag geti ekki flutt inn á nýjan stað án þess að taka allt í gegn. Meira að segja unga fólkið sem er að eignast sína fyrstu íbúð verður að hafa allt pottþétt. Eins og Innlit Útlit boðar það. Hvítt og grátt og alls ekki mikið dót. Stundum finnst mér eins og ég það sé verið að sýna úr einhverri búð þegar sum hýbýli eru sýnd. Ekki rykkorn á vitlausum stað. Og bara ekkert dót! Hvar er allt dótið?? Og hvað varð um það að láta gömlu innréttinguna duga og mála yfir ljótar flísar? Fá gamlan sófa frá mömmu og skrifborð frá afa? Einu sinni var það nú hægt - þegar ég var ung og falleg...! Nei, í alvöru. Unga fólkið er að slá um sig með dýrri hönnun og flottustu innréttingunum af því það gamla er ekki nógu gott. Já, svona er nútíðin, með nóg af peningum. Eða bankalánum réttara sagt. Maður heyrir sögur af fólki sem er að selja íbúðina sína, kaupa nýja á 100% láni, eyða svo gróðanum af gömlu íbúðinni í að rústa nýju íbúðinni og kaupa ALLT nýtt þar inn. Eins og þau hafi unnið í happdrætti. Og svo kvörtum við yfir verðbólgunni!
Ég sé Eames hægindastólinn í hyllingum. Ætla samt hvorki að taka bankalán á frábærum vöxum fyrir honum né að breyta um stíl svo að hann passi hér inn og stíliseri heimilið í grafíska æðislega skemmtilega heild.
Someday.
Comments:
Skrifa ummæli