<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Árshátíðarundirbúningur... 

...dauðans er í gangi hjá mér núna. Stjórnin í vinnunni sem er m.a. moi, skipar árshátíðarnefnd til að sjá um og skipuleggja árshátíðina. Ég varð auðvitað að pota mér í nefndina til að fá að fylgjast með og vera með puttana í þessu. Þetta er svo gaman! En þetta er búið að vera kannski aaaaaaaaðeins of mikið undanfarið. Er búin að vera að hringja billjón símtöl út um allar trissur og þeysast um bæinn að kaupa hitt og þetta. Aðrir hafa önnur verkefni. Svo hef ég verið að búa til skemmtiatriði með Gallupurum sem hefur líka tekið dágóðan tíma, svo ég eiginlega hlakka til þegar það fer að hægjast um. Hlakka til að hafa ekkert að gera. Sándar kannski skringilega en ég þrái frí! Og jú, fríið er alveg að koma. Stokkhólmur er á næsta leiti. Ég bið hér með alla þá sem ég hef skrópað að hringja í eða hitta fyrirgefningar. Ég hef bara ekki orku eða pláss fyrir meira í bili! Og samt er ég súperkona. Skil ekkert í þessu.

Vera er annars ennþá með eyrnarbólgu. Pensillínkúrinn um daginn virkaði ekki og bólgan bara versnaði. Sem þýðir frekar svefnvana nætur. Er soldill zombí þessa dagana. Kannski þess vegna sem ég keyrði á einn af þessum helvítis grænu stautum á laugaveginum um daginn. Og beyglaði stuðarann og svo heyrist eitthvað skrýtið hljóð þegar ég beygi. Spurning um að láta Reykjavíkurborg borga þetta. Þessir stautar eru ekki til neins nema láta mann keyra á þá. Og þegar maður er á risabíl eins og ég er bara mjög auðvelt að stíma á einn svona staut. Glatað.

Ég sé að það ætla allir sem ég þekki að mæta á tónleikana á sunnudaginn... eða þannig. Ekki hálft komment á það. En ykkur er fyrirgefið. Kórtónlist er jú ekki fyrir alla. Eða jazz.
Hlakka líka til þegar það er búið. Þá er allt búið í bili og ein vika þar sem ég get ordnað líf mitt upp á nýtt og pakkað (en samt bara í 1/4 af tösku til að H&M fötin fái nú eitthvað pláss) fyrir fríið.
Ah, frí at last.
Nei! Enn og aftur - fæðingarorlof er ekki frí!
Og hana nú.
Held ég leggi mig bara.
zzzzzzzzzzzz...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker