<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 28, 2005

Tuttuguþúsund! 

Það fer að líða að því að tuttuguþúsundasti gestur síðunnar líti dagsins ljós! Já, síðan ég byrjaði að blogga í október 2003 hafa verið 20.000 flettingar á síðunni. Þvílíkur fjöldi! Ég hef tekið eftir því að á degi hverjum eru frá 50 - 120 flettingar á síðuna. Og ekki þekki ég svona marga. Hvað ætli ég þekki marga sem eru að lesa þetta - kannski 30 - 40. Veit það annars ekki.

En þeir sem þekkja mig vita hvað ég er forvitin - og þeir sem eru að lesa þetta og þekkja mig ekki í eigin persónu fá hér með að vita að ég er svakalega forvitin! Ha, hvað, hvenær, hvers vegna, af hverju, hvað segirðu????

Nú er kommentakerfið það eina sem segir manni að maður sé ekki einn í þessum bloggheimi. Ég elska að fá komment og reyni að svara þeim eftir bestu getu. Ef það væri ekki fyrir kommentin þá fengi maður ekkert feeback. Ekki það að maður sé að blaðra hér til að fá feedback, en smá stuðningur, hvatning, vangaveltur og hugmyndir annarra eru alltaf innblástur og jákvætt.

Í tilefni af því að tuttuguþúsundasti gesturinn lesi síðuna og af því ég er svo forvitin og af því þú ert að lesa þetta og ég elska þig - settu endilega inn komment hér fyrir mig og mína forvitni :) Þarft ekki að segja neitt merkilegt, bara hæ og nafnið þitt. Kannski hver þú ert ef ég þekki þig ekki, en ekkert frekar en þú vilt. Eeeeeeeeeendilega krakkar!
Koma svo. Kommenta :)
Takk æðislega!
Erla foooorvitna.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker