föstudagur, nóvember 26, 2004
Elsku kórinn minn
Jæja, þá er komið að því að auglýsa sig.
Eins og þið kannski vitið er ég í æðislegum kór. Oh, það er svo gaman.
Það verða jólatónleikar hjá kórnum mínum, Kammerkór Hafnarfjarðar miðvikudaginn 8. desember nk. í Hásölum sem er í tónlistarskólanum í Hafnarfirði (við hliðina á Hafnarfjarðarkirkju). Það verður barokksveit og einsöngvari með okkur og þetta verður voðalega hátíðlegt og skemmtilegt. Það kostar eitthvað smotterí inn, en allir sitja til borðs og fá kaffi og konfekt.
En aðalatriðið er nú að við erum að syngja í jólaþorpinu hér í Hafnarfirði á sunnudaginn næsta, 1. í aðventu, kl. 14. Nei, segi svona. Þetta er ekkert aðalatriði, er bara að láta ykkur vita.
Auglýst dagskrá er eftirfarandi:
Nylon
Idolstjarnan Jón Sig
Hinn óviðjafnanlegi Kammerkór Hafnarfjarðar
Grýla og jólasveinarnir
... fyndin samsetning!
Eins og þið kannski vitið er ég í æðislegum kór. Oh, það er svo gaman.
Það verða jólatónleikar hjá kórnum mínum, Kammerkór Hafnarfjarðar miðvikudaginn 8. desember nk. í Hásölum sem er í tónlistarskólanum í Hafnarfirði (við hliðina á Hafnarfjarðarkirkju). Það verður barokksveit og einsöngvari með okkur og þetta verður voðalega hátíðlegt og skemmtilegt. Það kostar eitthvað smotterí inn, en allir sitja til borðs og fá kaffi og konfekt.
En aðalatriðið er nú að við erum að syngja í jólaþorpinu hér í Hafnarfirði á sunnudaginn næsta, 1. í aðventu, kl. 14. Nei, segi svona. Þetta er ekkert aðalatriði, er bara að láta ykkur vita.
Auglýst dagskrá er eftirfarandi:
Nylon
Idolstjarnan Jón Sig
Hinn óviðjafnanlegi Kammerkór Hafnarfjarðar
Grýla og jólasveinarnir
... fyndin samsetning!
Comments:
Skrifa ummæli