<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 17, 2004

Úti að leika 

Í dag rifjaðist það allt í einu upp fyrir mér hvernig Landrover auglýsti einhvern tímann bílana sína: "Komdu út að leika" var slagorðið. Og vá hvað það á við. Að fara út að leika á Landrovernum er hin besta skemmtun. Það er komin ákveðin hefð fyrir því að fara út að leika á jeppunum okkar nokkur saman á sunnudögum. Reyndar ekki allir á Landrover - og bara aumingja þau... Segi svona. Endum svo í vöfflum með rjóma á eftir, eftir torfærur og góða adrenalínaukningu á köflum.

Við s.s. fórum út að leika í dag. Vei vei, gaman, gaman! Skelltum okkur upp í Bláfjöll sem voru svo ber og snjólaus að maður fór hjá sér. Bara brún drullu- og steinahrúga með nokkrum stólum hangandi á staurum hér og þar. Sem var girnilegt fyrir Jeppalúðana. Við krúsuðum upp á toppinn og fórum einhverja slóða hingað og þangað um svæðið. Enduðum á að leika okkur á góðu drullusvæði eins og smákrakkar í sandkassa. Spæna mold á hvort annað (hahah ligga ligga lái) og taka eins krappar beygjur og maður þorði (með Veru í aftursætinu...)

Að leika á Landa er málið á annars frekar tilburðarlitlum sunnudögum!


Landinn í drullumalli Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker