<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 01, 2004

Áfram Svava! 

Þá er Idolið að byrja aftur í kvöld. Ég væri nú ekki svo spennt yfir þessu nema af því að svilkona (úff, hver fattaði nú upp á þessu skrýtna orði?!- Svilkona = kona bróður mannsins míns) mín er að taka þátt í Idolinu. Já, hún hefur undurfagra rödd og gekk vel. Má víst ekki segja meira. Hún heitir Svava Jóns svona fyrir ykkur sem fylgjast með þessu og er saga hennar sögð í þættinum, þ.e. henni var fylgt eftir með viðtölum o.fl. Svaka spennó. Þið eigið s.s. að kjósa hana takk ef hún kemst svo langt!

Annars missi ég af þessum fyrsta þætti í kvöld þar sem ég er á leið í óvissuferð með vinnufélögunum í IMG. Kominn tími til að taka eina óvissuferð eða svo. Viggi pabbast bara með Veru á meðan og notar pelann fyrir brjóst :)

Hér eru annars nokkrar myndir af Verunni minni sem ég dáist að á hverjum degi eins og dáleidd mamma...(á það ekki annars að vera þannig??!)


Veru finnst svaka gaman að horfa á og leika með alls kyns óróa Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker