<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 30, 2004

Við viljum Vilko! 

Jesús minn! Vilko er brunnið til kaldra kola. Ok, þetta eru kannski aðeins of mikil viðbrögð hjá mér en mér virkilega brá þegar ég sá þetta í fréttum. Hver man ekki eftir Vilko súpum og nú nýjasta nýtt frá Vilko: Tilbúið vöffludeig fyrir uppteknar eldabuskur? Við viljum Vilko, við viljum Vilko!! Já, það er þá liðin tíð. En sorglegt.

Það eru alls konar svona hlutir í samfélaginu sem maður kannski tekur ekkert sérstaklega eftir en þegar þeir eru farnir vantar þá! Eins og Vilko. Ég hef nú reyndar ekki borðað Vilko súpu sl. 20 ár býst ég við (ef ég hef þá einhvern tímann smakkað þær...) en það er sama. Ég laumast til að nota vöffludegið af og til. Og það var virkilega gott. Eiginlega betra en mín eigin vöffluuppskrift. Og ég sakna Vilko strax. Vilko var einhvern veginn orðið hluti af íslenskri menningu svo greipt er það orðið í samfélagið. Þarna má því segja að um verulegan menningarlegan missi sé að ræða. Bara eins og Gunnars mayones myndi hverfa eða Þykkvabæjar. Það bara má ekki! Já, svona er vörumerkjavitundin sterk. Þetta er allt hluti af menningunni. En maður lifir þetta nú af. Tekur bara tíma að jafna sig. Og hvað þá fyrir íbúa Blönduóss sem örugglega unnu allir í verksmiðjunni! OG nú þarf ég að fara að kaupa erlent tilbúið vöffludeig svo það verður ekkert Íslenskt já takk þar. Því miður.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker