<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 15, 2004

To do listinn 

Vinkona mín sem er einnig í barneignarfríi tjáði mér um daginn að henni gengi bara vel með "to do listann" sem hún gerði fyrir orlofið. Hún væri búin að flokka digital myndir eftir ákveðnu voða flottu forriti, búin að græja ákveðinn hlut í eldhúsinu hjá sér og fleira jákvætt sem hægt var að strika út af listanum.

Það minnti mig á minn eigin aðgerðarlista. Áður en Vera fæddist var ég virkilgea svo græn að ég hélt í alvöru að barneignarfrí væru FRÍ. Ég hafði mestar áhyggjur af því að leiðast og hafa ekkert að gera í þessu laaaaaanga FRÍI. Svo ég bjó til to do lista dauðans til þess að grotna nú örugglega ekki upp og deyja úr leiðindum.

Listinn er eftirfarandi:

- Læra á gítar til að vera stuðhæf í partýjum
- Taka viðtöl við ættingja og fleira fólk og skrifa bók um hann afa minn sem var merkilegur karl
- Þæfa ullarlistaverk fram í rauðan dauðann
- Prjóna á krílið (sem felur í sér að læra almennilega að prjóna)
- Fara í líkamsrækt og taka af mér vömbina og styrkja mig andlega og líkamlega
- Láta teppaleggja stigann upp í ris með sísalteppi til að hann verði aaaaðeins minna hættulegur
- Heimsækja þá sem ég hef lengi trassað að heimsækja

Jahá!
Og nú eru 7 1/2 vika liðin og ekki eitt atriði dottið út af listanum.
En ég hef litlar áhyggjur af þessum blessaða lista nú þegar ég veit að þetta umrædda barneignarFRÍ er ekki frí heldur vinna. Var að fatta að Ríkið er ekki að borga manni fyrir þetta nema af því þetta er vinna. En þetta er skemmtileg vinna og ég er að njóta hvers dags með Veru. Knúsa hana og kynnast henni betur með hverjum deginum sem líður.

Svo ég hef ákveðið að gefa þennan blessaða to do lista minn upp á bátinn. Búa frekar til nýjan sem hefur það að markmiði að njóta tímans með músinni sem best ég get án þess að hafa áhyggjur af ómerkilegum aðgerðum sem bíða.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker