þriðjudagur, september 21, 2004
Landinn
Þá er Landinn kominn í hlaðið! Já, það varð úr að við splæstum í kaggann. Alveg svakalega gæjalegur Landrover Discovery 2000 árgerð á 35" :) Það er ekkert annað! Oh, gott að vera komin aftur á svona tæki.
Fórum til Akureyrar um helgina og sóttum gripinn. Þar gistum við í góðu yfirlæti hjá vinum okkar Gunnari og Hörpu en þau búa á besta stað í bænum með útsýni yfir allan fjörðinn. Það fyndna er að þegar Landinn var okkar varð Gunnar alveg sjúkur (er reyndar jeppasjúkur alla daga - ekki bara þennan sunnudag...) og keypti sér líka jeppa! Voðalega krúttlegan ´91 árgerð af Pajero. Svo það er jeppafílingur in the air. Stofnaður verður jeppaklúbbur fyrir þá félaga okkar sem eiga jeppa og vilja fara í alls konar skemmtilegar jeppaferðir á fjöll og jökla og útumallt. Nafnið JEPPALÚÐARNIR hefur komið sterklega til greina...
Landinn í aksjón!
Vera fór í sína fyrstu jeppaferð í gær. Fórum rétt fyrir utan Hafnarfjörð hjá Kaldárseli og Helgafelli í þvílíkar ófærur. Góð upphitun fyrir það sem koma skal upp á fjöll og jökla og útumallt! Íha.
Annars hefur Vera það fínt. Hún er að leggja sig núna litla krúsin. Það er svo erfitt að vaka lengur en í einn og hálfan tíma í einu svo hún bara varð aðeins að sofna aftur. Hún er alltaf jafn mikil músí krúsí lús (ok, mamman að missa sig hér...) og er með krúttlegustu táslur í heimi eins og sjá má :)
Táslurnar
Fórum til Akureyrar um helgina og sóttum gripinn. Þar gistum við í góðu yfirlæti hjá vinum okkar Gunnari og Hörpu en þau búa á besta stað í bænum með útsýni yfir allan fjörðinn. Það fyndna er að þegar Landinn var okkar varð Gunnar alveg sjúkur (er reyndar jeppasjúkur alla daga - ekki bara þennan sunnudag...) og keypti sér líka jeppa! Voðalega krúttlegan ´91 árgerð af Pajero. Svo það er jeppafílingur in the air. Stofnaður verður jeppaklúbbur fyrir þá félaga okkar sem eiga jeppa og vilja fara í alls konar skemmtilegar jeppaferðir á fjöll og jökla og útumallt. Nafnið JEPPALÚÐARNIR hefur komið sterklega til greina...
Landinn í aksjón!
Vera fór í sína fyrstu jeppaferð í gær. Fórum rétt fyrir utan Hafnarfjörð hjá Kaldárseli og Helgafelli í þvílíkar ófærur. Góð upphitun fyrir það sem koma skal upp á fjöll og jökla og útumallt! Íha.
Annars hefur Vera það fínt. Hún er að leggja sig núna litla krúsin. Það er svo erfitt að vaka lengur en í einn og hálfan tíma í einu svo hún bara varð aðeins að sofna aftur. Hún er alltaf jafn mikil músí krúsí lús (ok, mamman að missa sig hér...) og er með krúttlegustu táslur í heimi eins og sjá má :)
Táslurnar
Comments:
Skrifa ummæli