<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 13, 2004

Jess! 

Þetta er yndislegur dagur.

Frétt dagsins er án efa sú að hún Fanney vinkona í Kína (sjá link á bloggið hennar hér til hliðar) sem er nýbökuð mamma, kom vel undan erfiðri aðgerð sem á henni varð gerð í andliti. Húrra fyrir því! Maður er búinn að vera þvílíkt stressaður hér með þessi skyndilegu veikindi hennar og hún og familían svona langt í burtu. Alveg var það hrikalegt. En það lýtur allt til betri vegar og það er von á þeim heim áður en langt um líður. Þá getum við Fanney farið að mömmast saman.

Önnur góð frétt er sú að bílasalinn á Akureyri hringdi í mig í dag og tjáði mér að forríki stífi erfiði tannsinn á magnaða Landrover Discovery-inum sem ég sýndi ykkur um daginn hefði séð að sér og væri til í að taka tilboðinu sem ég gerði honum í síðustu viku. Ég sagði bara ok baby - Akureyri here I come! Svo litla fjölskyldan heldur í sitt fyrsta ferðalag saman og brunar á Borunni til Akureyrar næstu helgi til að bítta á bílum. Sláum þrjár flugur í einu höggi í þeirri ferð: 1. Nýr bíll, 2. heimsækja vini sem eru nýflutt norður og 3. fara á úrslitaleik FH-KA. Áfram FH!!

Nú svo er auðvitað búið að vera frábært veður í dag og mamman búin að labba bæinn þveran og endilangan með músina.

Svo er Vera frábær og Viggi líka...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker