<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 07, 2004

Snuðið... 

Við litla fjölskyldan viljum byrja á því að þakka öllum þeim sem hafa fært okkur hamingjuóskir og gjafir og hvaðeina. Takk, takk. Takk æðislega. We love you. Í alvöru.

Ég er hrædd um að næstu bloggpóstar eigi ekki eftir að fjalla um annað en fjölskyldulífið og hvernig sú stutta hefur það! Það er eiginlega það eina sem kemst að þessa dagana. Og ábyggilega þá marga næstu líka. Svo þið verðið bara að þola það! Hún er svo æðisleg að það getur nú varla verið erfitt :) Stefni líka að því að vera dugleg að setja inn myndir af dömunni.

En jæja. Þá er búið að troða snuði upp í litlu dömuna! Þær segja það mæðurnar og feðurnir að það borgi sig til lengri tíma litið. Það að geta kæft grátur og kvart og kvein með gómlaga gúmmítúttu er víst alveg málið. Svo ég lagði í það. Mér leið reyndar eins og smá svindlara að vera að þessu þar sem litla daman hefur ekki svo mikið sem kvartað einu sinni með grenjukasti hvað þá meira. En eigum við ekki bara að segja að ég hafi verið að fyrirbyggja komandi læti. Og litla daman fílar dudduna alveg ágætlega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd!


 Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker