sunnudagur, ágúst 29, 2004
Mömmuparanoja
Við skruppum í bíó í gær. Amman sem er á landinu um þessar mundir tók glöð að sér að passa Veru á meðan. Sáum Bourne Supremacy (hvað sem það nú þýðir?!) í átta bíó með nokkrum vinum. Ég verð að segja að ég naut myndarinnar ekki ýkja mikið. Ok, hún var hundleiðinleg þar sem ég er alls ekki góð í svona myndum með flóknu plotti þar sem þarf að fatta mikið. Bíómyndafattarinn minn er mjög stuttur. Og óþolinmóður. Vill bara fá að vita strax hvert plottið er (af hverju þarf það að vera svona flókið??!). Það er án efa þess vegna sem ég meika ekki Hringadróttinssögu-myndirnar. Það tók Fróða þrjár 4 tíma bíómyndir að fara einhverja leið með einhvern hring (eða var það ekki? Sofnaði haldandi fyrir eyrun á fyrstu myndinni og sá hinar að sjálfsögðu ekki). Það eina sem ég man úr myndinni er: "Where is Frodo?" og "Oh, where is the ring?"... en það er önnur saga.
Bíóið í gær já. Fékk sting í mömmuhjartað þegar við renndum úr hlaði skiljandi hana eftir "eina" og án okkar (erum við annars ekki ómissandi?). Fyrstu 15 mínúturnar af bíómyndinni fóru svo í að einbeita mér að því að þurrka myndina af Veru úr hausnum á mér. Ég var bara að hugsa um hana! Alveg bilað. Eða hvað? Eins og ég sagði var myndin ekki að mínu skapi sem gerði það án efa erfiðara fyrir mig að sleppa Verutilfinningunni alveg í þessa rúma tvo tíma sem myndin tók.
Svo bannaði mamma mér að hringja heim í hléi. Sem gerði þetta verulega erfitt. Þurfti alveg að halda í mér. Setti símann djúpt í vasann til að ég myndi ekki óvart taka hann upp og hringja (óvart að sjálfsögðu). Keypti mér þess í stað fullt af nammi og ís og gúffaði í mig sem mest ég mátti og ræddi við félagana. Var að reyna að taka hugann af Verunni. Sömuleiðis eftir bíóið sagði ég Vigga að gefa í þar sem ég var komin með VERUleg fráhvarfseinkenni.
Áður en ég átti Veru sór ég þess heit að verða ekki þessi óþolandi paranojd mamma sem getur ekki farið frá barninu sínu. Hélt það yrði nú lítið mál þar sem ég er töffari (að eigin sögn) og var búin að ákveða að vera töffaramamma með litlar áhyggjur af barnalífinu og tilverunni. Bara taka þetta á hælinn. Og ok, ég er að taka þetta á hælinn en mömmuhjartað mitt vex með hverjum deginum. Sem gerir það æ erfiðara að fara frá henni...
En ég skal og ég ætla.
Er nú þegar búin að plana kaffihús og djamm á næstunni...
Koma svo.
Bíóið í gær já. Fékk sting í mömmuhjartað þegar við renndum úr hlaði skiljandi hana eftir "eina" og án okkar (erum við annars ekki ómissandi?). Fyrstu 15 mínúturnar af bíómyndinni fóru svo í að einbeita mér að því að þurrka myndina af Veru úr hausnum á mér. Ég var bara að hugsa um hana! Alveg bilað. Eða hvað? Eins og ég sagði var myndin ekki að mínu skapi sem gerði það án efa erfiðara fyrir mig að sleppa Verutilfinningunni alveg í þessa rúma tvo tíma sem myndin tók.
Svo bannaði mamma mér að hringja heim í hléi. Sem gerði þetta verulega erfitt. Þurfti alveg að halda í mér. Setti símann djúpt í vasann til að ég myndi ekki óvart taka hann upp og hringja (óvart að sjálfsögðu). Keypti mér þess í stað fullt af nammi og ís og gúffaði í mig sem mest ég mátti og ræddi við félagana. Var að reyna að taka hugann af Verunni. Sömuleiðis eftir bíóið sagði ég Vigga að gefa í þar sem ég var komin með VERUleg fráhvarfseinkenni.
Áður en ég átti Veru sór ég þess heit að verða ekki þessi óþolandi paranojd mamma sem getur ekki farið frá barninu sínu. Hélt það yrði nú lítið mál þar sem ég er töffari (að eigin sögn) og var búin að ákveða að vera töffaramamma með litlar áhyggjur af barnalífinu og tilverunni. Bara taka þetta á hælinn. Og ok, ég er að taka þetta á hælinn en mömmuhjartað mitt vex með hverjum deginum. Sem gerir það æ erfiðara að fara frá henni...
En ég skal og ég ætla.
Er nú þegar búin að plana kaffihús og djamm á næstunni...
Koma svo.
Comments:
Skrifa ummæli