<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 13, 2004

Mamma mjólkurstöð 

Mamma mjólkurstöð. Það er ég þessa dagana. Og víst næstu mánuðina líka. Já, þetta er hlutverk manns um þessar mundir. Að framleiða mjólk sem lífsviðurværi litlu dömunnar. Að gefa dömunni brjóst, að vera illt í brjóstunum, vera illt í geirvörtunum, að stoppa leka úr brjóstunum og bera á sárar geirurnar eru praktikklí það eina sem ég geri þessa dagana. Mjólkurstöðin ég. Maður er stöðugt að. Satt best að segja gerði ég mér enga grein fyrir því hvað brjóstagjöfin væri stór og mikilvægur þáttur í barnauppeldinu. Call me stupid en ég bara reiknaði ekki með öllum þessum tíma sem fer í þetta. Ég geri ekkert annað! Brjóstagjöfin er jú voða kósí og næs móment milli okkar mæðgna og mér finnst svo sárt að Viggi missi af slíkri nánd sem skapast við brjóstagjöfina. Hann hefur þó tekið að sér að nudda dömuna í staðinn og þau bonda þannig. En hei - ef maður ætlar sér að t.d. skreppa í sturtu (sem ég geri stundum) eða út í búð þarfnast slíkar athafnir þvílíkar úthugsunar. Hvenær drakka daman síðast? Hvenær má áætla að hún vakni? Er nægur tími? Og nú erum við orðnar tvær í kotinu á daginn því Viggi er farinn aftur að vinna í bili svo þetta er enn flóknara en það var áður þegar annað okkar gat verið með dömuna ef eitthvað þyrfti að gera.

Ég þarf t.d. nauðsynlega að fara að komast í Fjarðarkaup og kaupa í matinn þar sem kotið er orðið matarlaust með öllu. En hvernig fer ég að því ein með dömuna? Jú, get sett bílstólinn í innkaupakerruna - en þá er ekkert pláss fyrir matvöruna...! Er þetta í alvörunni svona mikill höfuðverkur? You moms out there... hvernig fer maður að þessu?

Einvoðavitlaus...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker