<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 20, 2004

Klausturlíf 

Eins og ég hef sagt þá krefjast hinar minnstu athafnir þvílíkrar skipulagningar með svona kríli á brjósti. Maður verður alveg að "nýta tækifærið" til að lauma sér í sturtu á meðan krílið sefur. Ef maður fer eitthvað út þarf það að vera útpælt hvenær hún drakk, svaf og um það bil hvenær hún muni vakna næst sársvöng.

Það gerðist svo í gær að mamman misreiknaði sig. Eða þá að daman hafi bara breytt út af vananum í gamni. Ég og mamma vorum á gangi um bæinn og fórum upp í Karmelklaustrið hér í Hafnarfirði og keyptum skírnarkerti (já, það verður skírt á sunnudaginn.... - og hvað á barnið að heita...?????? dadadadammmm). Þegar við komum aftur út og búnar að gera góð kaup við nunnurnar var daman öskrandi úti í vagni. Og hún var sársvöng. Svo nýja mamman fletti upp klæðum á miðjum klausturtröppunum og gaf dömunni brjóst.
Þvílíkt þægindi að hafa þetta svona framan á bringunni á sér.

Eins gott að Karmelnunnurnar mega ekki fara út - þær hefðu fengið áfall!
En svona er nútíminn :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker