<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 09, 2004

Litli frændi Freysson 

Jæja, þá er ekki nema mánuður eftir!
Furðulegt!
Ég leit í spegilinn um daginn eftir bað og sá flykki. Í nokkrar sekúndur flaug sú hugsun í gegnum hausinn á mér að ég myndi alltaf líta svona út - feit með kúluna út í loftið! Og ég var svona að sætta mig við það þegar ég mundi allt í einu að það er barn þarna inni sem fer alveg að koma út..! Já, raunveruleikinn blasir við.

Annars hef ég það svo fínt. Er reyndar ekki eins dugleg að hreyfa mig og ég vildi. Hef hreinlega engan tíma. Keyri í vinnuna og tilbaka og það er alltaf eitthvað prógramm eftir vinnu/á kvöldin sem gefur mér ekki tækifæri á að fara í göngutúra... Bara brjálað að gera í sósíallífinu svona kasólétt! Er sem betur fer bara svaka hress ennþá - ekkert þreytt þannig séð. Ætla að hætta að vinna hér á föstudaginn í næstu viku - s.s. 16. júlí og þá eru (eiga að vera) 3 vikur til stefnu. Ætla þá að vera dugleg að fara í sund og labba og jú hvíla mig.

Það er svo til allt reddí heima sem hægt er að gera reddí fyrir komu krílisins. Við erum búin að fá heilan helling af barnadóti lánað (allar mömmurnar svo fegnar að losna við allt þetta ungbarnadót - óróar og hitt og þetta) svo það er eitt herbergi í húsinu (hmmm... Tösku- og föndurherbergið mitt er að transformerast í barnaherbergi...!)undirlagt af barnadóti.

Halldóra uppáhaldsfrænka mín sem býr í Svíþjóð eignaðist lítinn strák í gær. Sem minnir mann ennþá meira á að þetta er for real! Er soldið svekkt að geta ekki kíkt út á þau, en vonandi koma þau sem fyrst heim til að sýna gripinn. Til hamingju Dódó og Freysi :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker