<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 18, 2004

It´s a beautiful day 

Nokkrar myndir úr brúðkaupinu hjá Gunnar og Hörpu eru hér til gamans... (er sko um leið að læra að setja inn svona link á síðu - spurning hvort það takist?)
 
Annars var dagurinn í dag alveg æðislegur. Svona eiga sumarhelgar og íslenskir frídagar að vera. Sól og hiti í Heiðmörk með vinum að kjafta og éta. Við hittum Kollu og Aron, Emblu og Gunna og Vilborgu og Rúnar sem voru að flytja aftur heim frá Hollandi í Heiðmörk upp úr hádegi og lágum þar í kósí rjóðri í góðum gír. Fórum svo heim til K+A og grilluðum og átum á okkur gat. Öll vel steikt eftir sólina og dösuð eftir að gera ekki neitt. Ahhhhh... þetta er lífið. Letilíf í íslensku ekta sumri.  Já, sumarið hér á Íslandi er búið að vera ansi næs. Gott veður og hlýtt nánst alla daga. Á meðan ég las að það sé búið að vera skítasumar nánast annars staðar í N-Evrópu. T.d. hefur sumarið í Danmörku ekki verið kaldara síðan 1924 og ekki hefur rignt meira í Stokkhólmi síðan 1924! Já, og við hér fyrir norðan njótum þess í staðinn. Loksins er komið að okkur!
 
Annars er "fríið" mitt ekki alveg hafið þar sem ég þarf víst að vera í vinnunni eitthvað í næstu viku. Er greinilega allt í einu ómissandi á svæðinu. Frekar fáránlegt. En eftir þessa (næstu) viku þá lofa ég mér að vera hætt og fara að hvíla mig og safna kröftum fyrir fæðinguna og hið nýja líf sem bíður okkar. 
 
Verð annars að segja ykkur að við fórum á Shrek á föstudagskvöldið og ég mæli með henni. Hún er svo æðisleg. Sæt og hlægileg. Fyndið hvernig þeir í Hollywood gera grín að sjálfum sér - þ.e. Hollywood lífinu. Yndisleg mynd með sætum boðskap sem er drepfyndin um leið. Skellið ykkur á Shrek ef þið viljið hlæja og sjá öðruvísi mynd. Þessi er alveg jafn góð ef ekki betri og sú fyrsta.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker