<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 30, 2004

Að strauja 

Yfirleitt finnst mér alls ekki gaman að strauja. Og ég strauja eiginlega alls ekki. Alla vega helst ekki. Ef ég strauja þá eru það kannski helst einhverjar leiðinlegar hefðbundnar skyrtur fyrir mikilvæga fundi í vinnunni. Og jú, það hefur einhvern veginn yfirleitt komið í minn hlut að strauja skyrturnar hans Vigga líka (how did this happen?!). Fyrir jakkafatadjömm og boð. En mér hefur ekki fundist gaman að strauja.

Þar til um helgina. Þá fór ég í það stuð að byrja að þvo basic barnaföt eins og samfellur og galla sem við höfum fengið lánað hér og þar um bæinn. Og hafði ég heyrt að það sé best að strauja þessi litlu föt til að fá þau mjúk (nei, ég á ekki þurrkara...). Ég ætlaði nú að reyna að sleppa við það þar sem ég hef eiginlega aldrei trúað á straujárnið sem nauðsynlegt heimilistæki. En þegar ég var að taka þessi litlu snúllulegu föt af snúrunum grjóthörð gerðist eitthvað. Ég gat bara ekki annað en tekið fram heitt járnið. Og svo byrjaði ég að strauja. Og ég straujaði og straujaði. Og það var bara svo gaman að strauja þessi litlu sætu föt og undirbúa komu krúttsins í kúlunni. Hvað er að gerast með mig? Mér finnst orðið gaman að strauja! Hvar endar þetta? Hef lesið um að það séu einhverjir hormónar sem myndast á meðgöngu og við brjóstagjöf sem gera konur devoted heimilinu og barninu... en hei - þetta er bara fyndið. Áhugamál: Að strauja og taka til. Neeeee... held ekki takk. En í alvöru, þá fannst mér þessi strauj törn frekar skemmtileg.

Ég deildi þessari nýju tilfinningu með Vigga og bað hann um að taka aðeins í járnið með mér þar sem ég væri orðin þreytt. Þá svaraði hann hneykslaður: "Ég strauja ekki". Svo einfalt var það. Hana nú. Ég sagði honum nú að ég straujaði heldur yfirleitt ekki nema í neyð og reyndi að lýsa því fyrir honum hversu ægilega skemmtilegt það væri að dunda sér við strauj á þessum litlu fötum. Viggi hélt svari sínu til streitu og neitaði að prófa járnið. Svo þegar ég skrapp frá heimilinu um helgina í smá stund laumaðist Vigginn til að byrja að strauja. Og þegar ég kom til baka ljómaði hann af stolti yfir straujinu sínu. Og hann straujaði heilan helling. Er ég að smita hann af heimilis-strauj-hormónaflæðinu? Strauj, strauj. Gaman, gaman!! Við erum orðin strauj-par. Jesús minn.

Þrátt fyrir skemmtilega strauj helgi þá hefur samt sem áður verið tekin ákvörðun um að þiggja lán á forláta þurrkara sem bauðst. Hann gerir fötin víst mjúk og strauj-frí. En það var samt gaman að prófa þetta. Og upplifa straujandi gleði yfir heimilisstörfunum.

Ég lofa samt ekki að ég laumist ekki í járnið í orlofinu þegar enginn sér...gúpp.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker