<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ullarþæfing 

Hljómar kannski undarlega en er svakalega gaman. Sérstaklega fyrir föndrara eins og mig. Jah, eða listakonu. Maður getur bara bráðum farið að kalla sig listakonu sko. Ég veit alla vega hvað nánir vinir og ættingjar fá að gjöf næstu jól og afmæli...

Ég þæfði lampaskerm á námskeiðinu sem er svo sætur. Fólk mun samt ábyggilega halda að einhver lítil frænka hafi gefið mér hann, heimaföndraðan og fínan, í jólagjöf... en so what. Þetta var útskriftarstykkið mitt og verður stolt stillt upp inni í stofu.

Það er reyndar ekkert lítið búið að gera grín að okkur stelpunum hér í Gallup fyrir að vera að þæfa ull. Strákunum finnst það augljóslega eitthvað lummó. En þeir geta bara sjálfir verið lummur. Æj, greyin, fatta ekki listina.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker