þriðjudagur, maí 25, 2004
Kúlufréttir
Jæja, þá er kúlan orðin rúmlega 29 vikna, eða 6 og 1/2 mánaða gömul. Og dafnar vel svo best ég veit. Alla vega verða spriklin æ meiri og greinilegt að plássið þrengir. Reyndar segir ljósan að ég eigi fullt af plássi eftir þarna inni í mér fyrir krakkann þar sem ég er svo hávaxin. Og ég finn það líka. Það er enn ekkert farið að þrýsta á neitt þannig séð, þ.e. á lungun og ekki finn ég spörk í rifbeinin eða neitt slíkt eins og algengt er. Ekki enn. Samt verð ég að segja að þegar ég er að syngja í kórnum þá er ég nú mun andstyttri en áður. Rétt dugi tónana og þetta er bara allt mun erfiðara! Erum nú að æfa (og flytja í byrjun júní á Mývatni) þetta líka þvílíka tónverk sem tekur 2 tíma í flutningi. Og það er alveg svakalega hátt uppi fyrir sópraninn (mí) og ég er alveg að berjast við þetta blá í framan. Nei, segi svona, en þetta er alveg verulega erfitt. Maður notar náttúrulega þindina og magavöðvana (sem ég by the way veit nú ekki einu sinni hvar eru at this point) svo mikið þegar maður er að syngja og það er bara svo öðruvísi eitthvað og erfitt! En mér mun takast þetta. Fæ bara að vera á endanum með stól við hliðina á mér þegar við erum að flytja þetta á Mývatni ef það er að líða yfir mig!
Nýjasta nýtt er hiksti hjá þeim sem býr í kúlunni. Og þvílíkur hiksti oft á dag. Frekar fyndin tilfinning! Staðan á mér er samt mjög fín. Held ég hafi nú hingað til ekki getað gengið þægilegra í gegnum þessa meðgöngu. Fékk ekki ógleði og fór ekki á þreytutímabil eða neitt slíkt. Var bara í World Class og á snjóbretti fyrstu mánuðina og var lítið að pæla í þessu. Var svaka heppin með það. Og ég er enn að sprikla í World Class og það gengur vel. Er þó búin að þyngjast heilan helling... púff, fæ alltaf sjokk þegar ég stíg á vigtina í WC... sé nýjar tölur í hverri viku - og þarf alltaf að minna mig á að ég er jú ekki þarna til að létta mig heldur til að styrkja og hressast og kílóin bara fljúga í öfuga átt...! Erfitt en lógískt. Svo var verulega spes tilfinning fyrir svona um mánuði síðan þegar ég hætti að sjá beint niður á... hehemm ...gelluna á mér... sko án þess að þurfa að kíkja til hliðanna. Ég meina, maður hefur séð hana í 28 ár og svo allt í einu hverfur hún manni sjónum og það er verulega weird! Já, kúlan spratt allt í einu fram úti í USA og ég er enn að fatta það. Held bara ennþá að ég sé svaka grönn og fín með sléttan maga, því ég t.d. skellti bílhurðinni þvílíkt á magann á mér um daginn! Bara fattaði ekki hvað kúlan stóð langt út! Svo finn ég að lærin eru svona farin að snertast vel og Viggi sá undirhöku um daginn! Hei, í hvað er maður að breytast?
Jú, mömmu.
Fyndin tilhugsun :)
Ég verð samt að viðurkenna að þótt ég sé súper hress og að mínu mati í ágætis andlegu jafnvægi (grenja held ég bara mun minna á þessari óléttu en venjulega!) er ég í svolitlum „neeeeenni þessu ekki-gír“. Sérstaklega í vinnunni (hmmm... kannski ástaæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta á vinnutíma?). Er í algjörum fyrsta gír hér sem náttlega geeengur ekki! En ég geri lítið til að reyna að breyta því. Nenni því ekki! Leyfi mér að vera súkkulaðikleina þar til ég fer í frí. Dr. Kolla vinkona sagði mér að nú fengi ég víst bara um 70% af blóðinu til heilans og því væri normal að finna fyrir svona breytingum. Það má s.s. vera latur og óduglegur. Jei! Forgangsblóðflæðið er jú í kúluna svo það er ekki furða að maður sé eitthvað skrýtinn... að fá eitthvað afgangsblóð! Hmmm..
Stefni að því að hætta um 3 vikum fyrir áætlaðan due day, eða um miðjan júlí. Þá fær maður smá tíma til að safna kröftum fyrir átökin og bara undirbúa sig í rólegheitum fyrir þessa breytingu.
En æðislegar fréttir í lokin - Embla vinkona er bomm og það er ljúf tilhugsun að geta verið samfó vinkonu sinni í þessum leik :) Jibbí.
Nýjasta nýtt er hiksti hjá þeim sem býr í kúlunni. Og þvílíkur hiksti oft á dag. Frekar fyndin tilfinning! Staðan á mér er samt mjög fín. Held ég hafi nú hingað til ekki getað gengið þægilegra í gegnum þessa meðgöngu. Fékk ekki ógleði og fór ekki á þreytutímabil eða neitt slíkt. Var bara í World Class og á snjóbretti fyrstu mánuðina og var lítið að pæla í þessu. Var svaka heppin með það. Og ég er enn að sprikla í World Class og það gengur vel. Er þó búin að þyngjast heilan helling... púff, fæ alltaf sjokk þegar ég stíg á vigtina í WC... sé nýjar tölur í hverri viku - og þarf alltaf að minna mig á að ég er jú ekki þarna til að létta mig heldur til að styrkja og hressast og kílóin bara fljúga í öfuga átt...! Erfitt en lógískt. Svo var verulega spes tilfinning fyrir svona um mánuði síðan þegar ég hætti að sjá beint niður á... hehemm ...gelluna á mér... sko án þess að þurfa að kíkja til hliðanna. Ég meina, maður hefur séð hana í 28 ár og svo allt í einu hverfur hún manni sjónum og það er verulega weird! Já, kúlan spratt allt í einu fram úti í USA og ég er enn að fatta það. Held bara ennþá að ég sé svaka grönn og fín með sléttan maga, því ég t.d. skellti bílhurðinni þvílíkt á magann á mér um daginn! Bara fattaði ekki hvað kúlan stóð langt út! Svo finn ég að lærin eru svona farin að snertast vel og Viggi sá undirhöku um daginn! Hei, í hvað er maður að breytast?
Jú, mömmu.
Fyndin tilhugsun :)
Ég verð samt að viðurkenna að þótt ég sé súper hress og að mínu mati í ágætis andlegu jafnvægi (grenja held ég bara mun minna á þessari óléttu en venjulega!) er ég í svolitlum „neeeeenni þessu ekki-gír“. Sérstaklega í vinnunni (hmmm... kannski ástaæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta á vinnutíma?). Er í algjörum fyrsta gír hér sem náttlega geeengur ekki! En ég geri lítið til að reyna að breyta því. Nenni því ekki! Leyfi mér að vera súkkulaðikleina þar til ég fer í frí. Dr. Kolla vinkona sagði mér að nú fengi ég víst bara um 70% af blóðinu til heilans og því væri normal að finna fyrir svona breytingum. Það má s.s. vera latur og óduglegur. Jei! Forgangsblóðflæðið er jú í kúluna svo það er ekki furða að maður sé eitthvað skrýtinn... að fá eitthvað afgangsblóð! Hmmm..
Stefni að því að hætta um 3 vikum fyrir áætlaðan due day, eða um miðjan júlí. Þá fær maður smá tíma til að safna kröftum fyrir átökin og bara undirbúa sig í rólegheitum fyrir þessa breytingu.
En æðislegar fréttir í lokin - Embla vinkona er bomm og það er ljúf tilhugsun að geta verið samfó vinkonu sinni í þessum leik :) Jibbí.
Comments:
Skrifa ummæli