<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 18, 2004

Harðsperrur 

He hemm. Ég er svo aldeilis ekki í því formi sem ég hélt ég væri. Úffí. Ok, fæturnir á mér eru kansnki í ágætisformi eftir allt labbið í N.Y. en OMG... fór á ullarþæfingarnámskeið í gærkvöldi og vaknaði upp í morgun með strengi í höndunum!! Jæks! Eftir að þæfa ull! Alveg er þetta skammarlegt! Reyndar tekur alveg þannig á að þæfa ullina, maður rúllar og rúllar ullinni inni í bastrúllugardínu til að hún þæfist - þetta eru jú nýjar hreyfingar og allt það...en hei, strengirnir komu mér þokkalega á óvart! Ég neita að vera þessi týpa sem fær harðsperrur í hendurnar eftir að þæfa ull. Nei, takk. Ég hef greinilega ekki haldið á nógu mörgum innkaupapokum í N.Y. til að þjálfa hendurnar...(eða hvað?!)

Svo ég tók World Class bara með trompi í hádeginu í dag. Skellti mér í tíma, bodyshape, og gerði tilraun til að sheipa á mér boddíið. Og nú er mér ennþá meira illt í höndunum! En þetta kemur. Og vá hvað það var gaman að mæta aftur í tíma í WC. Alveg æðislegt. Ég fann hvað ég hafði saknað þess. Tónlistin á fullu og allir í stuði, hoppandi og skoppandi. Ég reyndar hoppa ekki, heldur er bara róleg og finn minn viðeigandi óléttutakt. Sem er í raun hundleiðinlegt, langaði ekkert smá að bara gleyma bumbunni um stund og hoppa og skoppa líka og svitna eins og hundur eins og hinir. En það má víst ekki. Svo ég var bara róleg og tók skynsamlega á.

Fór á vigtina í WC og sjúff... það var erfitt að sjá þessa nýju hevví tölu blasa við sér! Getur þetta verið!!?? Æj, jú, ég er með barn í mallanum...Er búin að þyngjast um 7 kg. frá upphafi sem er víst bara fínt. Heiti því að þetta renni af mér eftir að barnið er komið út. World Class I love you :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker