<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 16, 2004

Það er nú ekki mikið markvert að frétta úr mínu lífi svo sem þessa dagana. Bara allt eins og venjulega.

Júróvisjón er alltaf jafn mikið svekkelsi. Mér fannst Jónsi bara hreinlega ekkert spes greyið. Litlaus og í hvítum jakkafötum eins og allir hinir karlkynskeppendurnir. Var bara enginn töffari. Eins og hann getur verið mikið krútt. Þetta lag var líka alveg dautt. Ógeðslega fyndið hvað við í norður Evrópu erum að pæla eitthvað allt annað heldur en þeir í suðrinu. Þá júróvisjónlega séð sko. Bara eitthvað allt annað í gangi. Hrikaleg þessi lög sem voru í efstu sætunum, öll frá a-evrópu. Já, svona er nú menningarmunurinn. Mig langar í þessu augnabliki bara alls ekkert að ganga í Evrópubandalagið! Nei, takk. Júróvisjón er búið að skemma þá tilfinningu fyrir mig. Í bili. Þessi keppni gengur líka greinilega út á eitthvað annað heldur en lög og performans.

Þessi blessaða (D)rusla(na) sem vannn fannst mér hrikaleg. Með eitthvað lúið Brave-heart atriði. Var ekki að gera sig fyrir mig. Þá hefði homminn og hænurnar frá Grikklandi frekar átt að vinna. Nei, vá. Heldur ekki. Fannst þetta satt að segja bara allt svo lélegt að ég átti í erfiðleikum með að kjósa. Læt reyndar ekki uppi hvað ég kaus. Það voru mistök!

Annars eru kórtónleikar hjá mér í kvöld. Við erum ágætlega æfð og þetta verður gaman. Ég kann reyndar ekki nema rúmlega helminginn af lögunum... en það reddast. Missti doldið af þegar ég var í amríku. Nei, ok, kann nú aðeins meira en það. Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að syngja svona með bumbuna út í loftið. Maður er jú með magavöðvana spennta allan tímann og svo notar maður þindina... ég rétt held út tónana! Frekar erfitt. Vona að það líði bara ekki yfir mig á tónleikunum í kvöld! En hvað ég hlakka til tónleikanna. Þegar allt smellur saman og kemur rétt og fallega út (vonum það alla vega!) er kórinn bara æði. Þægilegt að vera í svona "íþrótt" (veit, veit - þetta er varla íþrótt - kannski tómstund frekar) þar sem manni kvíður ekki fyrir að fara að "keppa". Í sundinu í gamla daga þá var maður með í maganum í marga daga fyrir mót og á startpallinum tilbúin að stinga mér útí náði ég oftar en ekki andanum af stressi. Mikill munur. Þetta er svona þægilega skemmtilegt :)

Annars er ég bara að klára að mála risið hjá mér. Er bara í pásu. Átti smá skot eftir. Þetta er svona smá skot sem átti eftir að mála og ég verð að segja að það er erfiðara en ég hélt að mála þetta svona öll í krumpi og hnipri eins nett og létt á mér og ég er núna. Þetta er hörku púl mar.
Ætla svo að kaupa mold í dag til að setja í kassann í garðinu. Þangað fara svo blóm og fræ sem verða að dýrindis sallati í sumar. MMMmmmmm

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker